Aldraðir

Norðurþing á hlut í Dvalarheimili aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum. Stofnunin rekur dvalarheimilin Hvamm á Húsavík, Stórumörk á Kópaskeri og Vík á Raufarhöfn. Einnig eru í boði búseturéttaríbúðir á Húsavík.

Dægradvöl aldraðra

Húsavík:

Í Hvammi er starfandi dagvistun/dagþjálfun; HORNIÐ. Hornið er opið alla virka daga frá kl. 8-16. Þar eru 13 dagvistarrými, ætluð einstaklingum sem hafa sótt um og fengið samþykkta dagþjálfun. Dagþjálfun er fyrir einstakling sem þurfa á slíkri þjónustu að halda til þess að búið áfram heima. Tómstundafulltrúi heimilisins sér ásamt öðru starfsfólki m.a. um upplestur, bingó, boccia, myndasýningar, hópferðir á sýningar, bílferðir, bæjarferðir, skemmtanir innanhúss o.fl. Umsóknum um dagþjálfun skal skilað í Hvamm.

Þeir einstaklingar, sem eru í dagþjálfun geta nýtt sér þá þjónustu sem í boði er, í Hvammi.

Kópasker:

Á Kópaskeri er rekin dagvistun/dagþjálfun, STÓRAMÖRK. Þar eru 6-7 dagvistarrými. Stóramörk er opin alla virka daga frá kl. 8-16. Þar geta gestir fengið hádegismat og kaffi og eytt deginum við spjall, handavinnu, spil eða hvaðeina sem hugurinn stendur til. Í Stórumörk hefur heilsugæslan einnig aðstöðu til að sinna sínum skjólstæðingum.

Raufarhöfn:

Á Raufarhöfn er rekin dagvistun/dgþjálfun, VÍK. Þar eru 3-4 dagvistarrými. Vík er opin alla virka daga frá kl. 10-14. Þar geta gestir fengið hádegismat og eytt hluta dagsins við spjall, spil eða handavinnu. Í Vík hefur heilsugæslan einnig aðstöðu til að sinna sínum skjólstæðingum.

Búsetumál aldraðra

Dvalarheimili aldraðra rekur svokallaðar búseturéttaríbúðir á Húsavík. Um er að ræða 28 íbúðir í Litlahvammi, Miðhvammi og Brekkuhvammi.

Í upphafi árs 2010 fluttu fyrstu íbúarnir inn í leiguíbúðir á vegum félagsins við Útgarð á Húsavík. Um er að ræða átta íbúða hús á besta stað í bænum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hvamms og þar er hægt að finna eyðublöð fyrir umsóknir um færni- og heilsumat og tímabundna dvöl í hjúkrunarrými.

Umsóknareyðublað - færni- og heilsumat (vefur Landlæknis)
Umsóknareyðublað - hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili (vefur Landlæknis)

Akstursþjónusta

Þeir íbúar á Húsavík og nágrennis sem eru 67 ára og eldri, búa sjálfstætt og hafa ekki aðgang að eigin farartæki geta sótt um akstursþjónustu í skipulagt þjónustustarf. Umsóknir um akstursþjónustu skulu berast til ráðgjafa félagslegrar heimaþjónustu sem metur umsóknir í samráði við félagsmálastjóra. Í dag er stuðst við reglur um ferðaþjónustu fatlaðra - Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á Húsavík.

Nánari upplýsingar um heimaþjónustu veitir Fanney Hreinsdóttir ráðgjafi í félagslegri heimaþjónustu í síma 464-6100 eða á netfanginu fanney@nordurthing.is

Vistunarmál aldraðra

Beiðnir um hjúkrunarrými skulu berast til Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Heimsending á mat

Öldruðum og öryrkjum á Húsavík stendur til boða heimsendur matur í hádeginu alla daga ársins. Beiðnum um heimsendingar utan Húsavíkur er sinnt, sé því við komið. Máltíðin kostar í kringum þúsund krónur, greitt er eftirá fyrir hvern mánuð.

Fanney Hreinsdóttir ráðgjafi félagslegrar heimaþjónustu veitir upplýsingar í síma 464-6100 eða á netfanginu fanney@nordurthing.is og tekur niður pantanir. 

Öldungaráð Norðurþings:
Ráðið fundar 4- 6 sinnum á ári

Jón Grímsson 
Lilja Skarphéðinsdóttir 
Helgi Ólafsson
Ragnhildur Þorgeirsdóttir, f.h. HSN
Ólína Arnkelsdóttir, fulltrúi Þingeyjarsveitar
Jón Gunnþórsson, fulltrúi Langanesbyggðar
Sigrún Jóhannsdóttir, fulltrúi Skútustaðahrepps
Smári Kárason, fulltrúi Tjörneshrepps
 
Fanney Hreinsdóttir, starfsmaður Norðurþing: fanney@nordurthing.is