Aldraðir

Umsjón: Fanney Hreinsdóttir
Netfang: fanney@nordurthing.is

Norðurþing á hlut í Dvalarheimili aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum. Stofnunin rekur dvalarheimilin Hvamm á Húsavík, Stórumörk á Kópaskeri og Vík á Raufarhöfn. Einnig eru í boði búseturéttaríbúðir á Húsavík.

Dægradvöl aldraðra

Húsavík:
Í Hvammi er starfandi dagvistun/dagþjálfun; HORNIÐ. Hornið er opið alla virka daga frá kl. 8-16. Þar eru 13 dagvistarrými, ætluð einstaklingum sem hafa sótt um og fengið samþykkta dagþjálfun. Dagþjálfun er fyrir einstakling sem þurfa á slíkri þjónustu að halda til þess að búið áfram heima. Tómstundafulltrúi heimilisins sér ásamt öðru starfsfólki m.a. um upplestur, bingó, boccia, myndasýningar, hópferðir á sýningar, bílferðir, bæjarferðir, skemmtanir innanhúss o.fl. Umsóknum um dagþjálfun skal skilað í Hvamm.

Þeir einstaklingar, sem eru í dagþjálfun geta nýtt sér þá þjónustu sem í boði er, í Hvammi.

Kópasker:
Á Kópaskeri er rekin dagvistun/dagþjálfun, STÓRAMÖRK. Þar eru 6-7 dagvistarrými. Stóramörk er opin alla virka daga frá kl. 8-16. Þar geta gestir fengið hádegismat og kaffi og eytt deginum við spjall, handavinnu, spil eða hvaðeina sem hugurinn stendur til. Í Stórumörk hefur heilsugæslan einnig aðstöðu til að sinna sínum skjólstæðingum.

Raufarhöfn:
Á Raufarhöfn er rekin dagvistun/dgþjálfun, VÍK. Þar eru 3-4 dagvistarrými. Vík er opin alla virka daga frá kl. 10-14. Þar geta gestir fengið hádegismat og eytt hluta dagsins við spjall, spil eða handavinnu. Í Vík hefur heilsugæslan einnig aðstöðu til að sinna sínum skjólstæðingum.

Búsetumál aldraðra
Dvalarheimili aldraðra rekur svokallaðar búseturéttaríbúðir á Húsavík. Um er að ræða 28 íbúðir í Litlahvammi, Miðhvammi og Brekkuhvammi.

Í upphafi árs 2010 fluttu fyrstu íbúarnir inn í leiguíbúðir á vegum félagsins við Útgarð á Húsavík. Um er að ræða átta íbúða hús á besta stað í bænum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hvamms og þar er hægt að finna eyðublöð fyrir umsóknir um færni- og heilsumat og tímabundna dvöl í hjúkrunarrými.

Umsóknareyðublað - færni- og heilsumat (vefur Landlæknis)
Umsóknareyðublað - hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili (vefur Landlæknis)

 

Akstursþjónusta
Þeir íbúar á Húsavík og nágrennis sem eru 67 ára og eldri, búa sjálfstætt og hafa ekki aðgang að eigin farartæki geta sótt um akstursþjónustu í skipulagt þjónustustarf. Umsóknir um akstursþjónustu skulu berast til ráðgjafa félagslegrar heimaþjónustu sem metur umsóknir í samráði við félagsmálastjóra.

R
eglur félagsþjónustu Norðurþings um ferðaþjónustu.

Vistunarmál aldraðra
Beiðnir um hjúkrunarrými skulu berast til Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Heimsending á mat
Öldruðum og öryrkjum á Húsavík stendur til boða heimsendur matur í hádeginu alla daga ársins. Beiðnum um heimsendingar utan Húsavíkur er sinnt, sé því við komið. Máltíðin kostar 1440 kr, greitt er eftirá fyrir hvern mánuð.

Öldungaráð Norðurþings:
Ráðið fundar 4- 6 sinnum á ári

Frímann Sveinsson, formaður
Lilja Skarphéðinsdóttir, varaformaður
Helgi Ólafsson
Edda Björg Sverrisdóttir
Fanney Hreinsdóttir
Jón Ragnar Gíslason
Smári Kárason, ritari
Ingvar Vagnsson