Aldraðir
Umsjón: Fanney Hreinsdóttir
Netfang: fanney@nordurthing.is
Félag eldri borgara FEBH:
Allir eldri borgarar sveitarfélsgsins hafa aðgang að félagsstarfi Norðurþings i Hlyn á Húsavík alla virka daga þegar félagsstarfið er í gangi. Þar er boðið uppá fjölbreytt félags- og tómstundastarf og afþreyingu af ýmsu tagi. Á opnunartíma er starfsmaður á vegum Norðurþings á staðnum sem sér um að halda utan um dagskrá félagsstarfsins, vera til stuðning og með upplýsingar fyrir eldri borgara. Markmið starfsins er að fyrirbyggja félagslega einangrun og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Einnig er markmið að efla heilsu, velferð og lífsgæði eldri borgara.
Eyrún Dögg Guðmundsdóttir heldur utan um félagstarf eldri borgara á Húsavík
Í þeim tilvikum sem FEBH vill viðhafa viðburði á tilsettum tíma félagsstarfsins, óskar Norðurþing eftir því að sá viðburður verði opinn öllum eldri borgurum.
Hreyfiverkefnið Bjartur lífsstíll sem FEBH heldur utanum stendur öllum eldri borgurum 60+ Norðurþings til boða óháð því hvort viðkomandi er félagi í FEBH eða ekki. Eyrún sér um skráningu í alla hreyfingu sem félagið heldur utan um samkv. samningi sveitarfélagsins og FEBH.
Hér má sjá dagskrá félagsstarfs eldri borgara á Húsavík
Á Raufarhöfn er boðið uppá félagsstarf fyrir eldri borgara. Þar er opið hús í Breiðabliki alla þriðjudaga frá kl. 14:00 - 16:00
Dægradvöl aldraðra:
Norðurþing á hlut í Dvalarheimili aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum. Stofnunin rekur dvalarheimilin Hvamm á Húsavík, Stórumörk á Kópaskeri og Vík á Raufarhöfn. Einnig eru í boði búseturéttaríbúðir á Húsavík.
Húsavík:
Í Hvammi er starfandi dagvistun/dagþjálfun; HORNIÐ. Hornið er opið alla virka daga frá kl. 8-16. Þar eru 13 dagvistarrými, ætluð einstaklingum sem hafa sótt um og fengið samþykkta dagþjálfun. Dagþjálfun er fyrir einstakling sem þurfa á slíkri þjónustu að halda til þess að búið áfram heima. Tómstundafulltrúi heimilisins sér ásamt öðru starfsfólki m.a. um upplestur, bingó, boccia, myndasýningar, hópferðir á sýningar, bílferðir, bæjarferðir, skemmtanir innanhúss o.fl. Umsóknum um dagþjálfun skal skilað í Hvamm.
Þeir einstaklingar, sem eru í dagþjálfun geta nýtt sér þá þjónustu sem í boði er, í Hvammi.
Kópasker:
Á Kópaskeri er rekin dagvistun/dagþjálfun, STÓRAMÖRK. Þar eru 6-7 dagvistarrými. Stóramörk er opin alla virka daga frá kl. 8-16. Þar geta gestir fengið hádegismat og kaffi og eytt deginum við spjall, handavinnu, spil eða hvaðeina sem hugurinn stendur til. Í Stórumörk hefur heilsugæslan einnig aðstöðu til að sinna sínum skjólstæðingum.
Raufarhöfn:
Á Raufarhöfn er rekin dagvistun/dgþjálfun, VÍK. Þar eru 3-4 dagvistarrými. Vík er opin alla virka daga frá kl. 10-14. Þar geta gestir fengið hádegismat og eytt hluta dagsins við spjall, spil eða handavinnu. Í Vík hefur heilsugæslan einnig aðstöðu til að sinna sínum skjólstæðingum.
Búsetumál aldraðra
Dvalarheimili aldraðra rekur svokallaðar búseturéttaríbúðir á Húsavík. Um er að ræða 28 íbúðir í Litlahvammi, Miðhvammi og Brekkuhvammi.
Í upphafi árs 2010 fluttu fyrstu íbúarnir inn í leiguíbúðir á vegum félagsins við Útgarð á Húsavík. Um er að ræða átta íbúða hús á besta stað í bænum.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hvamms og þar er hægt að finna eyðublöð fyrir umsóknir um færni- og heilsumat og tímabundna dvöl í hjúkrunarrými.
Þeir íbúar á Húsavík og nágrennis sem eru 67 ára og eldri, búa sjálfstætt og hafa ekki aðgang að eigin farartæki geta sótt um akstursþjónustu í skipulagt þjónustustarf. Umsóknir um akstursþjónustu skulu berast til ráðgjafa félagslegrar heimaþjónustu sem metur umsóknir í samráði við félagsmálastjóra.
Reglur félagsþjónustu Norðurþings um ferðaþjónustu.
Vistunarmál aldraðra
Beiðnir um hjúkrunarrými skulu berast til Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Heimsending á mat
Öldruðum og öryrkjum á Húsavík stendur til boða heimsendur matur í hádeginu alla daga ársins. Beiðnum um heimsendingar utan Húsavíkur er sinnt, sé því við komið. Máltíðin kostar 1600 kr, greitt er eftirá fyrir hvern mánuð.