Húsnæðisstuðningur
Nú hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tekið við afgreiðslu húsnæðisbóta sem áður voru kallaðar húsaleigubætur.
Sveitarfélagið greiðir sérstakan húsnæðisstuðning fyrir fullorðna sem eru á leigumarkaði og sérstakan húsnæðisstuðning fyrir börn 15 - 17 ára sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.
Sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir fullorðna er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbóta sem veittar eru á grundvelli laga um húsaleigubætur nr. 75/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa og þungrar framfærslubyrðar og félagslegrar aðstæðna.
Skilyrði fyrir samþykki umsóknar:
- Réttur til húsnæðisbóta á grundvelli laga nr. 75/2016
- Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára og eiga lögheimili í Norðurþingi
- Leiguhúsnæði skal vera í Norðurþingi
- Samanlagðar tekjur umsækjanda og annarra heimilismanna eldri en 18 ára skulu vera undir eftir tekjumörkum skv. 5. gr. reglna Norðurþings um sérstakan húsnæðisstuðning
- Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna eldri en 18 ára skulu ekki vera hærri en kr. 5.126.000
Fylgiskjöl:
- Þinglýstur húsaleigusamningur
- Staðfesting á rétti til húsnæðisbóta
- Skattframtöl allra þeirra sem lögheimili/aðsetur eiga í húsnæðinu fyrir síðasta ár, staðfest af skattstjóra.
- Afrit af þremur síðustu launaseðlum allra þeirra sem lögheimili/aðsetur eiga í húsnæðinu
Hafi umbeðin gögn ekki borist 45 dögum frá umsóknardegi er umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning synjað.
Umsækjandi skal upplýsa félagsþjónustu Norðurþings um allar þær breytingar sem verða á aðstæðum hans og áhrif kunna að hafa á fyrirliggjandi mat á þörf á sérstökum húsnæðisstuðningi.
Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
Með umsókninni um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir börn 15 - 17 ára þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:
a) Húsaleigusamningur
b) Staðfesting menntastofnunar á námi barns
Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir 15 - 17 ára
Reglur Norðurþings um sérstakan húsnæðisstuðning