Fara í efni

Svæðisskipulag

Ef tvö eða fleiri sveitarfélög telja þörf á að samræma og setja fram sameiginlega stefnu varðandi tiltekna þætti landnotkunar og þróunar byggðar geta þau unnið svæðisskipulag.

Norðurþing er aðili að Svæðisskipulagi Háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025 sem staðfest var af umhverfisráðherra 16. janúar 2008.  Svæðisskipulagið nær til háhitasvæða, línulagna og vega innan Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.