Fara í efni

Borgin frístund og skammtímadvöl

Umsjón: Íris Myriam Waitz
Netfang: irisw@nordurthing.is

Borgin er frístundarstarf og skammtímadvöl á Húsavík sem er fyrir börn á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölþættar stuðningsþarfir. Boðið er upp á fjölbreytt skapandi starf og útiveru sem er unnin í samvinnu við börnin, eftir óskum og áhugasviðum þeirra. Lögð er áhersla á að skapa gleðilegt og nærandi umhverfi þar sem börnin fá að vera með félögum sínum, hafa gaman, vera skapandi, finna styrkleika sína og hæfileika. Ýmislegt er í boði s.s leikir, spil, útivera, sund, ævintýra og vettvangsferðir og ýmsar smiðjur s.s lista og föndursmiðja, tilraunasmiðja, hugmyndasmiðja, hreyfismiðja og bökunarsmiðja. Einnig njótum við þess sem er í boði á Húsavík og í nærumhverfi s.s. ýmis námskeið, vettvangsferðir, heimsóknir og fleira. Unnið er eftir þjónandi leiðsögn þar sem virðing, öryggi, umhyggja og þátttaka eru grunnstoðir.

 

Markmið starfsins er:

  • Að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu
  • Bæta heilsu og vellíðan þátttakenda í gegnum leik og starf
  • Efla félagsfærni, eignast vini og æfa góð samskipti
  • Kynnast mismunandi tómstundum, taka þátt í því sem er í boði í umhverfinu, list og umhverfisvitund
  • Efla sjálfsmynd, finna og rækta hæfileika sína
  • Efla sjálfstraust og sjálfstæði, vera við stjórn í eigin lífi og finna að maður getur haft áhrif á umhverfið sitt (valdefling)
  • Styrkja heilsusamlega rútínu og vana

Opnunartími:
Frístund fylgir skólastarfinu í Borgarhólsskóla.
Vetraropnun: frá lok ágúst – byrjun júní: 12-16,  einnig er opið frá 10-16 á starfs- og skipulagsdögum skólans. 
Sumaropnun: frá júní til lok ágúst er opið alla virka daga: 10-16 nema lokað verður 1.- 12. júlí 

Skammtímadvöl er í boði tvær helgar í mánuði, frá 16:00 á föst til 8:00 á mánudagsmorgun, og frá 16-19 á virkum dögum. Í júlí verður lokað í sammtímadvöl um helgar.

Hér má skrá sig í Borgin Frístund

Hér má skrá sig í Borgin - skammtímadvöl

Staðsetning og símanúmer:
Sólbrekka 28, símanúmer 696-1201
640 Húsavík