Borgin frístund og skammtímadvöl

Frístund fyrir fötluð börn og ungmenni

Borgin er frístundarstarf og skammtímadvöl á Húsavík sem er fyrir börn á aldrinum 10-15 ára (5 – 10 bekkur) sem hafa fjölþættar stuðningsþarfir. Boðið er upp á fjölbreytt skapandi starf og útiveru sem er unnin í samvinnu við börnin, eftir óskum og áhugasviðum þeirra. Lögð er áhersla á að skapa gleðilegt og nærandi umhverfi þar sem börnin fá að vera með félögum sínum, hafa gaman, vera skapandi, finna styrkleika sína og hæfileika. Ýmislegt er í boði s.s leikir, spil, útivera, sund, ævintýra og vettvangsferðir og ýmsar smiðjur s.s lista og föndursmiðja, tilraunasmiðja, hugmyndasmiðja, hreyfismiðja og bökunarsmiðja. Einnig njótum við þess sem er í boði á Húsavík og í nærumhverfi s.s. ýmis námskeið, vettvangsferðir, heimsóknir, fylgd í vinnuskóla/íþróttaæfingar og fleira. Unnið er eftir þjónandi leiðsögn þar sem virðing, öryggi, umhyggja og þátttaka eru grunnstoðir.

 

 

Markmið starfsins er:

  • Að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu
  • Bæta heilsu og vellíðan þátttakenda í gegnum leik og starf
  • Efla félagsfærni, eignast vini og æfa góð samskipti
  • Kynnast mismunandi tómstundum, taka þátt í því sem er í boði í umhverfinu, list og umhverfisvitund
  • Efla sjálfsmynd, finna og rækta hæfileika sína
  • Efla sjálfstraust og sjálfstæði, vera við stjórn í eigin lífi og finna að maður getur haft áhrif á umhverfið sitt (valdefling)
  • Styrkja heilsusamlega rútínu og vana

Opnunartími:
Frístund fylgir skólastarfinu í Borgarhólsskóla.
Vetraropnun: frá lok ágúst – byrjun júní: 13-16,  einnig er opið frá 8-16 á starfs- og skipulagsdögum skólans. 
Sumaropnun: frá júní til lok ágúst er opið alla virka daga: 8-16

Skammtímadvöl er í boði einu sinni í mánuði yfir helgi frá 16 á föst til 16 á sun.

Skráning í Borgin frístund og skammtímadvöl

 

Forstöðumaður er Sigrún Björg Steinþórsdóttir, iðjuþjálfi, gsm 849-2218

Starfsmenn í Borginni eru:
Aron Ragúels Víðisson, sjómaður
Daniel Gonzáles de la Pena, sjáfarlíffræðingur, skipstjóri, ocean missions
Hjörtur Hólm (skammtímadvöl), leikskólakennari
Marcin Florczyk, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, taekwondo kennari
Marta Florczyk, listakona
Veronica Manzano, grunnskólakennari

Staðsetning og símanúmer:
Valborg: Vallholtsvegur 3 (orkuhúsið), símanúmer 696-1201
Sólborg: neðrihæð Sólbrekku 28, 669-8426
640 Húsavík