Fara í efni

Veitur

Veitur

Orkuveita Húsavíkur ohf starfrækir vatns- og fráveitur í öllum þéttbýliskjörnum í Norðurþingi ásamt því að reka hitaveitur á Húsavík, í Aðaldal og Kinn ásamt Reykjahverfi. Vinnslusvæði Orkuveitu Húsavíkur er á Hveravöllum í Reykjahverfi og er heitt vatn keypt þaðan til dreifingar inn á áðurnefnd veitukerfi hitaveitu, en vatnsból OH eru í námunda við þá þéttbýliskjarna sem njóta þjónustu vatnsveitu. OH er þjónustufyrirtæki sem er að fullu í eigu sveitarfélagsins Norðurþings.

Vatnsveitur

Orkuveita Húsavíkur ohf á og rekur vatnsveitur fyrir eftirfarandi svæði: Húsavík, Hrísateigur, Lundur, Kópasker, Leirhöfn, Raufarhöfn.

Fráveitur

Orkuveita Húsavíkur ohf á og rekur fráveitukerfi í Hrísateig, á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Að auki eru tæmingar rotþróa í Norðurþingi á forsjá Orkuveitu Húsavíkur ohf og er unnið skv. fyrirfram ákveðinni tæmingaráætlun til þess að sinna því hlutverki.

Skrifstofa Orkuveitu Húsavíkur er í stjórnsýsluhúsi Norðurþings að Ketilsbraut 7-9.

Gjaldskrá

Nánari upplýsingar um Orkuveitu Húsavíkur ohf er að finna á www.oh.is

Neyðarsími vegna bilana vatns- og/eða hitaveitu er 464 0909.

Rafveitur

RARIK á og rekur dreifikerfi raforku í Norðurþingi. Norðurþing er eigandi og rekstraraðili gatnalýsingar í sveitarfélaginu að undanskyldri þeirri sem er við þjóðvegi í þéttbýli, sem er á forsjá Vegagerðarinnar.

RARIK

Bíldshöfða 9
110 Reykjavík
netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið skiptiborð 8:00 -16:00

Bilanavakt RARIK allan sólarhringinn á Norðurlandi: 528 9690