Veitur

Vatns- og hitaveitur

Orkuveita Húsavíkur ehf. starfrækir vatns- og hitaveitur á Húsavík og í Reykjahverfi ásamt því að reka fráveitukerfi. Orkuveitan er þjónustufyrirtæki sem er að fullu í eigu sveitarfélagsins Norðurþings.

Skrifstofa Orkuveitunnar er í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 9.

Auk vatns- og hitaveitu starfrækir Orkuveitan jarðvarmavirkjun að Hrísmóum. Heitt vatn er aðkeypt frá Hveravöllum en vatnsból er í landi Húsavíkur.

Gjaldskrá

Nánari upplýsingar um Orkuveituna er að finna á www.oh.is

Neyðarsími vegna bilana vatns- og/eða hitaveitu er 464 0909.

Norðurþing starfrækir vatnsveitur á Kópaskeri, Raufarhöfn og í Lundi og heyrir sú starfsemi undir framkvæmda- og þjónustunefnd.

Það eru þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins sem þjónusta vatnsveiturnar á hverjum stað.

Rafveitur

RARIK rekur dreifikerfi fyrir raforku í Norðurþingi en Norðurþing er eigandi og rekstraraðili götulýsingar í sveitarfélaginu.

RARIK

Bíldshöfða 9
110 Reykjavík
netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið skiptiborð 8:00 -16:00

Bilanavakt allan sólarhringinn á Norðurlandi: 528 9690

Fráveitur

Orkuveita Húsavíkur rekur fráveitur í Hrísateig, á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Fráveiturnar eru í umsjá Orkuveitu Húsavíkur og sjá þjónustustöðvar sveitarfélagsins um daglegan rekstur og viðhald.