Skíðasvæði

Orkugangan/mynd:nordausturland.is

Skíðalyfta og skíðagöngusvæði - Reykjaheiði

Spor eru troðin reglulega uppá Reykjaheiði þegar aðstæður leyfa og er það þá auglýst á Facebook síðu skíðagöngudeildar Völsungs. 
Vanalega eru gönguspor frá desember/janúar - fram að vori (apríl/maí)

Svæðið er á Reykjaheiði rétt vestan Höskuldsvatn um 7 km. frá Húsavík.  Akstursleiðin að svæðinu er upp Þverholt á Húsavík og þaðan áfram eftir malbikuðum vegi sem liggur til Þeistareykja.   

Yfirleitt eru lagðar eru 3 og 5 km langar brautir og stundum lengri t.d. um helgar, og eru þær við allra hæfi. 

Taka þarf mið af snjóalögum enda býður svæðið upp á mikla möguleika hvað varðar brautarlagningu.  Um er að ræða tvöfalt spor ásamt troðnu skautaspori við hliðina.

 

Facebook síða Skíðagöngudeildar Völsungs

 

Skíðasvæði

Skíðasvæði Húsavíkur er nú uppá Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk. Lyftan sem áður var í Skálamel var flutt og opnuð formlega þann 28.desember 2019. 

melur
Opnun svæðisins er háð snjóalögum og veðri. 
Reglulegur opnunartími er:
Virkir dagar: 14-19
Helgar: 13-17 

Lokað gamlársdag og nýársdag. 

 

Allar frekari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6100 eða kjartan@nordurthing.is