Fara í efni

Skíðasvæði

Skíðalyfta og skíðagöngusvæði - Reykjaheiði   

Daglegar færslur um opnun er hægt að sjá á facebooksíðu skíðasvæða Norðurþings.

Opnunartími skíðalyftu:
Mánudaga er lokað.
Þriðjudaga - föstudaga verður opið frá 15:30 - 18:30.
Um helgar verði opið frá 13:00 - 17:00.

Verðskrá:
Stakur dagur (miðasala í lyftuskúr)
Fullorðnir: 1150 kr.
Börn: 6-17 ára: 575 kr.
Eldri borgarar: 575 kr.
Öryrkjar: 575 kr.
 
Árskort (seld í lyftuskúr)
Fullorðnir: 11.500 kr.
Börn 6 -17 ára: 5.750 kr.
Eldri borgarar: 5.750 kr.
Öryrkjar: 5.750 kr.
 
Sjálfvirk veðurstöð á skíðasvæði

Almennar upplýsingar um skíðasvæði Norðurþings

Spor eru troðin reglulega uppá Reykjaheiði þegar aðstæður leyfa og er það þá auglýst á Facebook síðu skíðasvæða Norðurþings

Vanalega eru gönguspor frá desember/janúar - fram að vori (apríl/maí)

Svæðið er á Reykjaheiði rétt vestan Höskuldsvatn um 7 km. frá Húsavík.  Akstursleiðin að svæðinu er upp Þverholt á Húsavík og þaðan áfram eftir malbikuðum vegi sem liggur til Þeistareykja.   

Yfirleitt eru lagðar eru 3 og 5 km langar brautir og stundum lengri t.d. um helgar, og eru þær við allra hæfi. 

Taka þarf mið af snjóalögum enda býður svæðið upp á mikla möguleika hvað varðar brautarlagningu.  Um er að ræða tvöfalt spor ásamt troðnu skautaspori við hliðina.                                                        

Skíðasvæði

Skíðasvæði Húsavíkur er nú uppá Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk.
Lyftan sem áður var í Skálamel var flutt og opnuð formlega þann 28.desember 2019. 

Opnun svæðisins er háð snjóalögum og veðri. 

Árskort eru seld í lyftuskúr á opnunartíma 

Einnig eru upplýsingar inná síðu Skíðagöngudeildar Völsungs:  Facebook síða Skíðagöngudeildar Völsungs

Allar frekari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6100