Fara í efni

Sveitarstjóri

Sveitarstjóri er Katrín Sigurjónsdóttir
Sími: 464-6100                                                 
     
Katrín er fædd árið 1968 á Glitstöðum í Borgarfirði en hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988.
Hún starfaði sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar árin 1994-2004 og árin 2018-2022 en það kjörtímabil gegndi hún einnig stöðu sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar. Áður starfaði hún sem  framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. Hún er Samvinnuskólagengin og stundaði einnig nám í  rekstrar- og viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri.

Katrín hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum í gegnum árin, bæði í stjórnsýslu og einnig hjá  íþróttafélögum í heimabyggð.

 Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd og eiga þau þrjú uppkomin börn.

 Ráðningasamningur sveitarstjóra