Sveitarstjóri


Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings
Nafn: Kristján Þór Magnússon
Sími: 464-6100
 
Kristján Þór er borinn og barnfæddur Húsvíkingur. Hann er með BA-próf í líffræði frá Bates College í Maine í Bandaríkjunum, meistarapróf í faraldsfræði frá Boston University School of Public Health og doktorspróf í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.
 
Kristján starfaði sem aðjúnkt við HÍ meðfram doktorsnámi og var ráðinn lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2011. Áður en Kristján Þór tók við starfi sveitarstjóra starfaði hann sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis.
 
Kristján Þór er kvæntur Guðrúnu Dís Emilsdóttur, fjölmiðlakonu og eiga þau saman þrjú börn.