Fjölskyldusvið Norðurþings - Fjölskylduráð

Fjölskylduráð Norðurþings fer með málefni Fjölskyldusviðs Norðurþings.

Fundir fjölskylduráðs eru haldnir alla mánudaga (nema þá viku er sveitarstjórnafundir eru haldnir) kl. 13:00 í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Formleg erindi skulu berast síðasta lagi fyrir hádegi á fimmtudegi á netfangið nordurthing@nordurthing.is

Ráðið annast stefnumótun í íþrótta-, tómstunda-, forvarna- , æskulýðs- og menningarmálum. Ráðið skal stuðla að virku íþrótta- og æskulýðsstarfi og virkja félagsauðinn í sveitarfélaginu. Ráðið ber ábyrgð á samskiptum við þá aðila sem vinna að menningarmálum í sveitarfélaginu. Ráðið ber að vinna að undirbúningi viðburða og hátíða í samvinnu við hagsmunaaðila. Ráðið skal taka ákvarðanir og gera tillögur til sveitarstjórnar um málefni á verksviði sínu. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði nefndarinnar sé fylgt. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið ráðinu ýmis verkefni með erindisbréfum.

Fimm aðalmenn og fimm til vara. Formaður Fjölskylduráðs skal vera aðalmaður í sveitarstjórn. Framboð sem hefur fulltrúa í sveitarstjórn og á ekki kjörinn fulltrúa í fastanefnd skal hafa einn áheyrnarfulltrúa í fastanefndinni og annan til vara til þátttöku í fundum nefndarinnar. 

Ráðið fer með verkefni jafnréttisnefndar samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, verkefni félagsmálanefndar og þar með málefni félagsþjónustu eins og þau eru skilgreind í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, jafnframt umsjón með daggæslu í heimahúsum á grunni laga um félagsþjónustu, málefnum fatlaðra samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992  og með öldrunarmálum samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Ráðið sinnir verkefnum skólanefndar samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, verkefni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, verkefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985, verkefni framhaldsskóla samkvæmt ákvæðum 5. gr. framhaldsskólalaga nr. 92/2008  auk samstarfs við menntastofnanir, fullorðinsfræðslu og endurmenntun.

Félagsmálastjóri er Hróðný Lund.
Fræðslufulltrúi er Jón Höskuldsson.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi er Kjartan Páll Þórarinsson sem einnig fer með menningarmál fram að áramótum 2021.
Fjölmenningarfulltrúi er Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir
 
Aðalmenn:
Birna Ásgeirsdóttir, formaður (D).
Aldey Unnar Traustadóttir, varaformaður (V). 
Gunnar Illugi Sigurðsson, aðalmaður (S). 
Eiður Pétursson, aðalmaður (B).
Arna Ýr Arnarsdóttir,  aðalmaður (E).

Varamenn:
Stefán Jón Sigurgeirsson, varamaður (D).
Jóna Björg Arnarsdóttir, varamaður (S).
Trausti Aðalsteinsson, varamaður (V).
Hrund Ásgeirsdóttir, varamaður (B).
Ásta Hermannsdóttir, varamaður (E).


Fundargerðir fjölskylduráðs Norðurþings má finna hér