Félagsleg ráðgjöf

Félagsleg ráðgjöf er ráðgjöf við einstaklinga og fjölskyldur er miðar að því að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir þeirra. Veita  upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.

Í félagslegri ráðgjöf getur falist ráðgjöf til dæmis vegna fjárhagsvanda, húsnæðisleysis, atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, öldrunar, fjölskylduvanda, uppeldisvanda, skilnaðarmála, forsjár- og umgengnismála, ættleiðingarmála og áfengis- og fíkniefnavanda

Markmið með félagslegri ráðgjöf er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu. 

Þeir sem óska eftir viðtölum hafa samband við skrifstofu félagsþjónustu og fá tíma hjá ráðgjafa.

Símanúmerið er 464 6100

   Réttur þinn - Your right
   Réttur þinn - Twoje prowa      
   Réttur þinn - Tus derechos            
   Réttur þinn - สิทธิของคุณ
   Réttur þinn - Ваше право
   Réttur þinn -  حقوقك