Fara í efni

Félagsleg ráðgjöf

Yfirumsjón með félagslegri ráðgjöf: Lára Björg Friðriksdóttir 
Sími: 464 6100
 

Hjá félagsþjónustu Norðurþings er veitt félagsleg ráðgjöf af ýmsum toga. Markmið félagslegrar ráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra erfiðleika ásamt því að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindi. Ráðgjöfin byggir fyrst og fremst á því að efla og styrkja hvern einstakling til að takast á við viðfangsefni sín með áherslu á stuðning til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu.

Þjónustan stendur einstaklingum með lögheimili í Norðurþingi til boða, 18 ára og eldri. Ráðgjöfin tekur til barna og fullorðinna og getur staðið ein eða verið í tengslum við önnur úrræði félagsþjónustunnar. Nágrannasveitarfélögin Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð hafa gert samning við Norðurþing um ráðgjafarþjónustu.

Ráðgjöfin sem stendur til boða er:

  • Félagsleg ráðgjöf s.s. vegna uppeldis- og samskiptavanda, skilnaðar, forsjár- og umgengnismála.
  • Ráðgjöf vegna fjármála
  • Ráðgjöf vegna húsnæðismála og/eða þjónustu í búsetu
  • Ráðgjöf er tengist atvinnu og endurhæfingu

Óskir þú eftir félagslegri ráðgjöf, vinsamlegast hafðu samband við Félagsþjónustu Norðurþings í síma 464 6100 til að fá nánari upplýsingar.