Fara í efni

Byggingarmál

Skipulags- og byggingarfulltrúi: Gaukur Hjartarson
Sími: 464 6100
Netfang:gaukur@nordurthing.is

Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa:  Ragnheiður Ingibjörg Einarsdóttir
Sími: 464 6100
Netfang: ragnheidur@nordurthing.is

Skrifstofa: Stjórnsýsluhús Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík.

 Lóðaúthlutun

Umsækjendur sækja um lóð með formlegum hætti í gegnum eyðublað á vefsíðu Norðurþings. Í umsókninni skal tiltaka nafn umsækjanda, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang og lóðarnúmer sem sótt er um og/eða götuheiti.

Umsókn um lóð fer fyrir skipulags- og framkvæmdaráð sem gerir tillögu til sveitarstjórnar um afgreiðslu umsóknar. Telji skipulags- og framkvæmdaráð lóðarumsókn fullnægjandi gerir ráðið tillögu til sveitarstjórnar um úthlutun lóðarinnar. Sé lóðarumsókn hafnað fær umsækjandi bréf þess efnis.

Sé lóðarumsókn samþykkt í sveitarstjórn fær umsækjandi svarbréf þar sem lóðargjald er innheimt og gatnagerðargjöld eru áætluð. Gjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins og í samræmi við byggingarvísitölu hvers mánaðar eins og hún er birt af Hagstofu Íslands og breytist því milli mánaða.

Í 4. gr. reglna um lóðarveitingar í Norðurþingi frá 2007 um skilmála lóðarúthlutunar segir:

Lóðarúthlutun fellur úr gildi hafi umsækjandi lóðar ekki lagt fram til byggingarfulltrúa fullnægjandi byggingarnefndarteikningar af húsi innan sex mánaða frá úthlutun lóðarinnar í sveitarstjórn eða byggðaráði. Lóðarúthlutun og byggingarleyfi falla jafnframt úr gildi ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan sex mánaða frá samþykki byggingarleyfis. Skipulags- og byggingarnefnd getur framlengt ofangreinda fresti ef hún telur góðar og gildar ástæður til þess. Óski lóðarhafi eftir slíkri framlengingu skal hann senda skriflega, rökstudda umsókn þar um til nefndarinnar eigi síðar en einum mánuði áður en viðkomandi frestur rennur út.

Lausar lóðir

Hér má finna upplýsingar um lausar lóðir í Norðurþingi

Lóðastofnanir og breytingar á lóðum

Senda þarf inn formlegt erindi þar sem fram kemur ósk um stofnun lóðar á einkalöndum. Ósk um stofnun lóðar fer fyrir skipulags- og framkvæmdaráð og í kjölfarið vísað til sveitastjórnar til staðfestingar. Fylgigögn umsóknar er merkjalýsing frá starfandi merkjalýsanda sbr. 12. gr. reglugerðar um merki fasteigna og eyðublað F-550 séu lóðir stofnaðar upp úr eignarlóðum. Byggingarfulltrúi annast skráningar og breytingar til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Breytingar á lóðum eru á sama hátt háðar því að senda þarf inn formlegt erindi með óskum um breytingar.

Hér er hægt að nálagast lista yfir starfandi merkjalýsendur.

Byggingarleyfi og -heimild

Sveitafélagið sér um að veita byggingarleyfi innan sveitafélags fyrir nýbyggingum, viðbyggingum, breytingum, niðurrifi og flutningi mannvirkja.

Umsókn um byggingarleyfi.

Fylgigögn umsóknar um byggingarleyfi/heimild eru:

  • Undirritaðar og útprentaðar aðalteikningar, burðarvirkisteikningar, vatnslagna, - fráveitu og raflagnateikningar.
  • Rafræn skráningartafla
  • Staðfest starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra
  • Eignarskiptayfirlýsing ef við á

Framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi:
Framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi eru minniháttar mannvirki sem eru í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði byggingarreglugerðar sem við á hverju sinni.

Í 2.3.5. gr. og 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar er hægt að lesa nánar um hvers konar framkvæmdir falla undir undanþágu fyrir byggingarleyfi og hvaða mannvirkjagerð er tilkynningarskyld til leyfisveitenda.

Stöðuleyfi

Ef láta á lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til slíkra geymslu skal sækja um stöðuleyfi.

Umsóknareyðublað má nálgast hér.

Umsókn skal fyllt út með nákvæmum hætti. Tilgreina skal tegund stöðuleyfis sem óskað er eftir, auk þess sem óskað er eftir afstöðumynd af svæðinu ásamt erindi.