Heimilið Pálsgarði

Forstöðumaður:  Hilda Rós Pálsdóttir
Staðsetning: Pálsgarður 2, 640 Húsavík
Sími: 464-1320 og 895-5720

Pálsgarður er heimili fyrir mikið fatlaða einstaklinga. Þar er sólarhringsþjónusta fyrir íbúana sem sinnt er af tíu starfsmönnum í sjö og hálfu stöðugildi. Starfsmenn hafa allir hlotið fræðslu og starfsþjálfun sem miðar að því að bæta þjónustu við íbúana.

Tónlistarkennari kemur einn dag í viku og stjórnar söngstund þar sem gestum er boðið að koma og taka þátt ásamt því að boðið er upp á veitingar. Íbúar hafa bíl til afnota sem notaður er til styttir og lengri ferða. Íbúar halda m.a. þorrablót, grillveislur, sviðamessur og jólaglögg með starfsmönnum ásamt sérstökum laufabrauðsdegi en þá koma aðstandendur og aðstoða ásamt því að þiggja veitingar.

Framboð á afþreyingu utan heimilisins hefur aukist mjög með tilkomu Miðjunnar auk þess sem allir íbúar Pálsgarðs fara í hæfingu.