Fara í efni

Heimilið Pálsgarði

Forstöðumaður:  Kristján Jakob Agnarsson
Staðsetning: Pálsgarður 2, 640 Húsavík
Sími: 464-1320 

Pálsgarður er heimili fyrir fatlaða einstaklinga. Þar er sólarhringsþjónusta fyrir 6 íbúa sem sinnt er af starfsmönnum í  um 13 stöðugildum. Starfsmenn hafa allir hlotið fræðslu og starfsþjálfun eftir hugmyndafærði þjónandi leiðsagnar. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaða þjónustu við íbúana sem tekur mið af aðstæðum, óskum og þörfum hvers og eins með umhyggju og virðingu að leiðarljósi.

Markmið starfsfólks er stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegar þátttöku og almennrar virkni, sem og þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa

Allir íbúar Pálsgarðs sækja iðju og afþreyingu í Miðjuna hæfingarstöð, 3 – 5 daga vikunnar. Þekkingarnetið hefur boðið íbúum upp á allskyns námskeið, oft í samstarfi við hæfingarstöðina. Þar má nefna söngnámskeið, sem allir íbúar taka þátt í og hafa mikla unun af, matreiðslunámskeið, smíðanmámskeið og fleira.

Íbúar eiga bíl sem notaður er til styttri og lengri ferða og er hann mjög mikið notaður því flestir íbúanna hafa mjög gaman af bíltúrum. Íbúar eru duglegir að sækja viðburði hér á Húsavík, leikhús, tónleika og annað.

Íbúar halda m.a. þorrablót, grillveislur og jólagleði með starfsmönnum. Einu sinni á ári halda íbúar jólaboð og bjóða sínu nánasta fólki í veislu. Stefnt er að því að fara til Reykjavíkur eða annað amk einu sinni á ári og draumurinn er að fara erlendis og njóta sín í sólinni.