Fara í efni

Félagsmál

Félagsmálastjóri er starfsmaður Fjölskylduráðs Norðurþings og fer með framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélagsins.
 
Fjölskylduráð Norðurþings ber ábyrgð á almennum málum og stefnumótun í málaflokknum.
 
Barnaverndarnefnd Þingeyinga er fimm manna nefnd skipuð af Héraðsnefnd. Nefndin ber formlega ábyrgð á meðferð allra einstaklingsmála en starfsmenn sinna daglegri meðferð og afgreiðslu.
 
Sveitarfélögin sem heyra undir Félags- og barnaverndarnefnd Þingeyinga eru Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.
 
Félagsmálastjóri: Lára Björg Friðriksdóttir
Sími: 464 6100
Skrifstofa: Stjórnsýsluhús Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík
 
Helstu verkefni:
  • Barnavernd
  • Forvarnir 
  • Fjárhagsaðstoð 
  • Þjónusta við fatlaða 
  • Þjónusta við geðfatlaða 
  • Þjónusta við aldraða 
  • Félagsleg heimaþjónusta 
  • Félagsleg húsnæðismál 
  • Skólaþjónusta
  • Liðveisla 
  • Lýðhjálparstyrkir 
  • Jafnréttismál 
  • Eftirlit