Skipulags- og byggingarmál

Skipulags- og byggingarfulltrúi starfar skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um mannvirki nr. 160/2010. Hann heldur utan um skipulagsmál fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings og sveitarstjórn og veitir nefndum sveitarfélagsins ráðgjöf þar að lútandi. Hann er fulltrúi Skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings og sér um að framkvæma samþykktir og ákvarðanir ráðsins. 

Skipulags- og byggingarfulltrúi afgreiðir byggingarleyfisumsóknir sem eru í samræmdi við deiliskipulag.  Afgreiðslur sínar kynnir hann Skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.  Hann fer yfir framlagðar teikningar m.t.t. reglugerðarákvæða og annast einnig byggingareftirlit.  Byggingarfulltrúi annast skráningar á stærðum mannvirkja og byggingarstigi til fasteignaskrár Þjóðskrár. Á sama hátt annast hann samskipti fyrir hönd sveitarfélagsins við Þjóðskrá vegna lóða og skráningu þeirra.

Skipulags- og byggingarfulltrúi: Gaukur Hjartarson
Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa:  Sigurdís Sveinbjörnsdóttir (er í leyfi). Guðný Þóra Guðmundsdóttir er starfandi aðstoðarmaður.
Sími: 464 6100 Fax: 464 6101
Skrifstofa: Stjórnsýsluhús Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík.
 

Helstu verkefni:

  • Skipulags- og byggingarmál
  • Aðalskipulag
  • Deiliskipulag
  • Afgreiðsla framkvæmdaleyfa
  • Afgreiðsla byggingarleyfa
  • Mælingar og kortagerð
  • Skráningar lóða
  • Skráningar mannvirkja
  • Eftirlit með byggingarframkvæmdum