Liðveisla

Félagsleg liðveisla er veitt samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 24. Gr. Þar segir: „Sveitafélög skulu eftir föngum gefa fötluðum kost á liðveislu. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs“.
 
Gerður er samningur milli liðveitenda og liðþega sem síðan ákveða hvernig þjónustan er veitt þ.e. hvenær, hvernig og hvar. Liðþegi greiðir allann þann kostnað sem af liðveislunni hlýst (t.d. bensínpeningur, matarkostnaður o.fl.). Laun liðveitanda eru greidd af sveitarfélagi. 

Umsóknareyðublað má finna hér. 
 
Félagslega liðveislu:
 Frekari liðveisla er veitt samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 24. Gr. Þar segir: „Í sérstökum tilvikum skal veita fötluðum einstaklingum frekari liðveislu sem felur í sér margháttaða aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs, enda sé hún nauðsynleg til að koma í veg fyrir dvöl á stofnun. Svæðisskrifstofur taka ákvörðun um frekari liðveislu samkvæmt heimildum fjárlaga hverju sinni að fenginni umsögn svæðisráða.“
 
Þetta á við fatlaða einstaklinga sem búa í sjálfstæðri búsetu. 
Sunna Mjöll Bjarnadóttir hefur umsjón með frekari liðveislu.