Barnavernd

Starfsmenn Barnaverndar Þingeyinga:
 
Sigríður Valdimarsdóttir félagsráðgjafi MA.
Sími: 464 6100

Steinunn Jónsdóttir, félagsráðgjafi MA.
Sími: 464 6100
 
Hróðný Lund, félagsmálastjóri 
Sími: 464 6100
Netfang: hrodny@nordurthing.is
 
Kristín Heimisdóttir sálfræðingur sinnir viðtalsmeðferð í einstökum málum.
 
Þjónustusvæði félagsþjónustu Norðurþings er Norðurþing, Tjörnes, Langanesbyggð, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Svalbarðshreppur. 
 
Starfsfólk Barnaverndar Þingeyinga tekur á móti tilkynningum er varðar þjónustusvæði félagsþjónustunnar í síma 464 6100 á milli kl. 9:00 -  15:00 mánudaga til fimmtudaga en frá kl. 09:00 - 13:00 á föstudögum. Einnig er hægt að senda tilkynningu rafrænt.

Utan dagvinnutíma er hægt að hafa samband við neyðarlínuna 1-1-2 telji einstaklingur að tilkynningin krefjist tafarlausra aðgerða.

 

Barnavernd Þingeyinga fer með barnaverndarmál

Starfsfólk Barnaverndar Þingeyinga starfar í umboði Barnaverndarnefndar Þingeyinga.

Ef málið þolir ekki bið skal hafa samband símleiðis við 112. Bakvakt Barnaverndarnefndar Þingeyinga sinnir neyðartilvikum utan skrifstofutíma. Skrifstofutími er kl. 9:00 - 15:00 mánudaga til fimmtudaga en frá kl. 09:00 - 13:00 á föstudögumog hægt er að ná í Barnavernd í síma: 464-6100. 
Netfang barnaverndar: barnavernd[hjá]nordurthing.is
 

Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Börn eru börn samkvæmt lögum fram að 18 ára aldri. Starfsfólk kannar aðstæður barna sem talin eru búa við óviðunandi aðstæður og beitir tiltækum ráðum til úrbóta, svo sem ráðgjöf, tilsjónarmönnum, persónulegum ráðgjöfum, stuðningsfjölskyldum og vistun. 

Verkefni barnaverndar er vinnsla mála skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002, félagsráðgjöf í tengslum við fjölskyldur og barnavernd, umsagnir í umgengnis- og ættleiðingarmálum, úttektir á fósturfjölskyldum og stuðningsfjölskyldum, sumardvalir barna og forvarnastarf. Starfsmenn barnaverndar vinna í umboði barnaverndarnefndar og heyra undir félagsþjónustu Norðurþings. 

Tilkynning til barnaverndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn eða fjölskyldu sem tilkynnandi telur að sé hjálparþurfi.

Tilsjónarmaður aðstoðar foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldu sinni sem best.
Persónulegur ráðgjafi veitir barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega, siðferðilega og tilfinningalega, svo sem í sambandi við vinnu, menntun og tómstundir.
Stuðningsfjölskylda tekur á móti barni, eða barni og foreldri, til vistunar í nokkra daga í mánuði m.a. í því skyni að létta álagi af barni eða fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í forsjárhlutverkinu. 
 

 

Hver tekur á móti barnaverndartilkynningum?

Starfsfólk Barnaverndar Þingeyinga tekur á móti tilkynningum er varðar þjónustusvæði félagsþjónustunnar í síma 464 6100 kl. 9:00 - 15:00 mánudaga til fimmtudaga en frá kl. 09:00 - 13:00 á föstudögum

Eftir að starfsfólki barnaverndar hefur borist tilkynning er varðar barn hefur hún sjö daga til að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að hefja könnun máls skv. 21. gr. barnaverndarlaga. Foreldrar eru ávallt upplýstir um að tilkynning hafi borist og hvaða ákvörðun var tekin í framhaldinu.

Sé talin ástæða til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði eða stefni heilsu sinni eða þroska í hættu er tekin ákvörðun um að hefja könnun á aðstæðum barnsins. Könnunin skal að jafnaði ekki taka lengri tíma en þrjá mánuði. Leitast skal við að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi og aðstæður barnsins en þess þó gætt að könnunin sé ekki umfangsmeiri en þörf krefur. Könnun er að öllu jöfnu unnin í samráði við foreldra barns.

Starfsfólk barnaverndar tekur afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari aðgerða til stuðnings fjölskyldunni eða hvort afskiptum ljúki að könnun lokinni.

Leiði könnun á aðstæðum barnsins í ljós að fjölskyldan þarfnist stuðnings á grundvelli barnaverndarlaga er gerð áætlun um meðferð máls. Lögð er áhersla á samvinnu við foreldra og þeim veitt aðstoð á grundvelli 24. og 25. gr. barnaverndarlaga

Starfað er eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002 og öðrum lögum eftir því sem við á.

 

Útivistartími barna

Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 og börn á aldrinum 13 - 16 ára mega ekki vera á almannafæri á þessu tímabili eftir kl. 22:00

Frá 1. maí til 1. september lengist tíminn um 2 klukkustundir. Undanskilið er bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu eða að barnið sé í fylgd fullorðins.

 

Barnavernd