Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdasvið Norðurþings

Skipulags- og framkvæmdaráð fer með málefni Skipulags- og framkvæmdasviðs Norðurþings.

Fundir skipulags- og framkvæmdaráðs eru haldnir alla þriðjudaga (nema þriðja þriðjudag í mánuði eða þá viku sem sveitarstjórnafundir eru haldnir) kl. 13:00 í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Formleg erindi skulu berast á netfangið nordurthing@nordurthing.is.

Ráðið fer með málefni tengd eignum sveitarfélagsins, samgöngumál og umferðaröryggi skv. umferðarlögum nr. 50/1987. Ráðið fer jafnframt með málefni Slökkviliðs Norðurþings í samræmi við lög um brunavarnir nr. 75/2000. Ráðið fer einnig með málefni sem varða sorpmál sveitarfélagsins. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.

Ráðið fer með hlutverk skipulagsnefndar  sem henni eru falin samkvæmt 6. gr skipulagslaga nr. 123/2010.  Ráðið skal móta stefnu sveitarfélagsins varðandi skipulags- og byggingarmál, sem og náttúruvernd og umhverfismál. Ráðið fer með málefni sem tengjast framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Ráðið tilnefnir tvo fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd háhitasvæða í Þingeyjarsýslum. Skipulags-og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins skal kynna afgreiðslur sínar til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Ráðið skipa fimm aðalmenn og fimm til vara. Framboð sem hefur fulltrúa í sveitarstjórn og á ekki kjörinn fulltrúa í fastanefnd skal hafa einn áheyrnarfulltrúa í fastanefndinni og annan til vara til þátttöku í fundum nefndarinnar. 

Formaður Skipulags- og framkvæmdaráðs skal vera aðalmaður í sveitarstjórn.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs er Elvar Árni Lund
Skipulags- og byggingarfulltrúi er Gaukur Hjartarson

Aðalmenn:
Soffía Gísladóttir, formaður (B).
Rebekka Ásgeirsdóttir, varaformaður (S).
Eysteinn Heiðar Kristjánsson, aðalmaður (B).
Kristinn Jóhann Lund, aðalmaður (D).
Ingibjörg Benediktsdóttir, aðalmaður (V).
Birkir Freyr Stefánsson, árheyrnarfulltrúi  (M)

Varamenn:
Stefán Haukur Grímsson, varamaður (B).
Reynir Ingi Reynhardsson, varamaður (S).
Birna Björnsdóttir, varamaður (B).
Kristján Friðrik Sigurðsson, varamaður (D). 
Aldey Unnar Traustadóttir, varamaður (V).
Alexander Gunnar Jónasson, varamaður áheyrnarfulltrúa  (M)


Fundargerðir skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings má finna hér