Skipulags- og framkvæmdasvið Norðurþings
Skipulags- og framkvæmdaráð fer með málefni Skipulags- og framkvæmdasviðs Norðurþings.
Fundir skipulags- og framkvæmdaráðs eru haldnir alla þriðjudaga (nema þriðja þriðjudag í mánuði eða þá viku sem sveitarstjórnafundir eru haldnir) kl. 13:00 í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Formleg erindi skulu berast á netfangið nordurthing@nordurthing.is.
Ráðið fer með málefni tengd eignum sveitarfélagsins, samgöngumál og umferðaröryggi skv. umferðarlögum nr. 50/1987. Ráðið fer jafnframt með málefni Slökkviliðs Norðurþings í samræmi við lög um brunavarnir nr. 75/2000. Ráðið fer einnig með málefni sem varða sorpmál sveitarfélagsins. Ráðið skal fara með hlutverk hafnarstjórnar samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og starfar eftir reglugerð um hafnir Norðurþings nr. 177/2011. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.
Ráðið fer með hlutverk skipulagsnefndar sem henni eru falin samkvæmt 6. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið skal móta stefnu sveitarfélagsins varðandi skipulags- og byggingarmál, sem og náttúruvernd og umhverfismál. Ráðið fer með málefni sem tengjast framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Ráðið tilnefnir tvo fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd háhitasvæða í Þingeyjarsýslum. Skipulags-og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins skal kynna afgreiðslur sínar til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Ráðið skipa fimm aðalmenn og fimm til vara. Framboð sem hefur fulltrúa í sveitarstjórn og á ekki kjörinn fulltrúa í fastanefnd skal hafa einn áheyrnarfulltrúa í fastanefndinni og annan til vara til þátttöku í fundum nefndarinnar.
Formaður Skipulags- og framkvæmdaráðs skal vera aðalmaður í sveitarstjórn.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi er Jónas Einarsson
Hafnastjóri er Þórir Gunnarsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi er Gaukur Hjartarson
Kristinn Jóhann Lund, varaformaður (D).
Guðmundur H. Halldórsson, aðalmaður (V).
Hjálmar Bogi Hafliðason, aðalmaður (B).
Eysteinn Heiðar Kristjánsson, aðalmaður (B)
Kristján Friðrik Sigurðsson, varamaður (E).
Varamenn:
Bjarni Páll Vilhjálmsson, varamaður (S).
Sigurgeir Höskuldsson, varamaður (D).
Nanna Steina Höskuldsdóttir, varamaður (V).
Heiðar Hrafn Halldórsson, varamaður (B).
Egill Aðalgeir Bjarnason, varamaður (B)
Ásta Hermannsdóttir, áheyrnarfulltrúi (E).
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings má finna hér