Skipulags- og framkvæmdasvið Norðurþings

Skipulags- og framkvæmdaráð fer með málefni Skipulags- og framkvæmdasviðs Norðurþings.

Fundir skipulags- og framkvæmdaráðs eru haldnir alla þriðjudaga (nema þriðja þriðjudag í mánuði eða þá viku sem sveitarstjórnafundir eru haldnir) kl. 13:00 í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Formleg erindi skulu berast á netfangið nordurthing@nordurthing.is.

Ráðið fer með málefni tengd eignum sveitarfélagsins, samgöngumál og umferðaröryggi skv. umferðarlögum nr. 50/1987. Ráðið fer jafnframt með málefni Slökkviliðs Norðurþings í samræmi við lög um brunavarnir nr. 75/2000. Ráðið fer einnig með málefni sem varða sorpmál sveitarfélagsins. Ráðið skal fara með hlutverk hafnarstjórnar samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og starfar eftir reglugerð um hafnir Norðurþings nr. 177/2011. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.

Ráðið fer með hlutverk skipulagsnefndar  sem henni eru falin samkvæmt 6. gr skipulagslaga nr. 123/2010.  Ráðið skal móta stefnu sveitarfélagsins varðandi skipulags- og byggingarmál, sem og náttúruvernd og umhverfismál. Ráðið fer með málefni sem tengjast framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Ráðið tilnefnir tvo fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd háhitasvæða í Þingeyjarsýslum. Skipulags-og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins skal kynna afgreiðslur sínar til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Ráðið skipa fimm aðalmenn og fimm til vara. Framboð sem hefur fulltrúa í sveitarstjórn og á ekki kjörinn fulltrúa í fastanefnd skal hafa einn áheyrnarfulltrúa í fastanefndinni og annan til vara til þátttöku í fundum nefndarinnar. 

Formaður Skipulags- og framkvæmdaráðs skal vera aðalmaður í sveitarstjórn.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi er Jónas Einarsson
Hafnastjóri er Þórir Gunnarsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi er Gaukur Hjartarson

Aðalmenn:
Benóný Valur Jakobsson, formaður (S).
Kristinn Jóhann Lund, varaformaður (D).
Guðmundur H. Halldórsson, aðalmaður (V).
Hjálmar Bogi Hafliðason, aðalmaður (B).
Eysteinn Heiðar Kristjánsson, aðalmaður (B)
Kristján Friðrik Sigurðsson, varamaður (E).

Varamenn:
Bjarni Páll Vilhjálmsson, varamaður (S).
Sigurgeir Höskuldsson, varamaður (D).
Nanna Steina Höskuldsdóttir, varamaður (V). 
Heiðar Hrafn Halldórsson, varamaður (B).
Egill Aðalgeir Bjarnason, varamaður (B)
Ásta Hermannsdóttir, áheyrnarfulltrúi (E).

Fundargerðir skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings má finna hér