Fara í efni

Eignasjóður

Félagið er eignarhalds- og rekstrarfélag sem er í eigu Norðurþings og heyrir undir Framkvæmdanefnd Norðurþings. 

Tilgangurinn með stofnun Eignasjóðs er að gera raunkostnað við rekstur húsnæðisins sýnilegan, skýra línur milli Eignasjóðs og stofnanna og aðskilja hann frá öðrum rekstri. Eignasjóður Norðurþings leigir út fasteignir til stofnana og innheimtir leigu, þannig að sá sem notar húsnæðið borgar fyrir afnot af því. Leigugjaldið sem notendur greiða á að standa undir rekstri eignanna og sýna raunkostnað við fjárfestinguna til lengri tíma litið.

Leigugjald sem innheimt er samanstendur af eftirtöldum liðum:

 • Fjármagnskostnaði
 • Afskriftum
 • Fasteignagjöldum/brunatryggingum
 • Viðhaldi húsa og lóða
 • Umsýslukostnaði

Helstu flokkar fasteigna sem Eignasjóður Norðurþings hefur umsjón með eru:

 • Leikskólar
 • Grunnskólar
 • Íþróttahús
 • Sundlaugar
 • Þjónustumiðstöðvar
 • Skrifstofuhúsnæði
 • Slökkvistöðvar
 • Leiguíbúðir

Markmið Eignasjóðs er að sjá til þess að húsnæði sem leigt er standist þær kröfur er eftirlitsaðilar setja fram. Það er því sameiginlegt verkefni Eignasjóðs og leigutaka að halda húsnæðinu eins vel við og kostur er. Oft er það þó þannig að fjármagn er af skornum skammti og því er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum.