Laus störf

Umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra - Hreyfing, sköpun, fræðsla og lífsgleði

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir öflugum og skapandi leiðtoga í starf umsjónarmanns félagsstarfs aldraðra. Umsjónarmaður er í samstarfi við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni sem er með öflugt félagsstarf og mun starfið fara fram í húnsæði félagsins í Hlyn á Húsavík
Lesa meira

Störf laus til umsóknar - Matráður - Aðstoðarmatráður í skólamötuneyti

Skólamötuneyti Húsavíkur hefur starfsemi sína 1. ágúst næst komandi. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og mötuneyti Borgarhólsskóla verða þá sameinuð í eitt. Matráður og aðstoðarmatráðar munu starfa sem undirmenn yfirmatráðar sem mun reka mötuneytið sem sérstaka deild innan sveitarfélagsins og vera deildarstjóri hennar. Eldað verður í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla. Eldað verður daglega fyrir um 550 nemendur og starfsmenn Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk starfsmanna stjórnsýsluhúss.
Lesa meira

Störf laus til umsóknar - Tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Húsavíkur

Lausar til umsóknar eru tvær 50% stöður við Tónlistarskóla Húsavíkur: 50% staða harmoníkukennara og 50% staða klassísks gítarkennara.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Vinnuskóla

Í sumar verður Vinnuskóli Norðurþings starfandi fyrir ungmenni fædd árin 2005 og 2006, það er að segja þeir sem eru að ljúka 8 og 9 bekk. Vinnuskólinn er opin ungmennum sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldra/foreldri sem er með lögheimili í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Yfirmatráður - Deildarstjóri skólamötuneytis

Skólamötuneyti Húsavíkur hefur starfsemi sína 1. ágúst næst komandi. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og mötuneyti Borgarhólsskóla verða þá sameinuð í eitt. Yfirmatráður mun reka mötuneytið sem sérstaka deild innan sveitarfélagsins og vera deildarstjóri hennar. Eldað verður í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla. Stöðugildi við mötuneytið verða samtals fjögur og eldað verður daglega fyrir um 550 nemendur og starfsmenn Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk starfsmanna stjórnsýsluhúss.
Lesa meira

Helgarstarf á tjaldsvæðinu á Húsavík laust til umsóknar

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir eftir starfsmanni í helgarstarf á tjaldsvæði á Húsavík. Gera má ráð fyrir að starfsmaður þurfi að geta leyst rekstrarstjóra tjaldsvæðis af í 1-2 vikur í sumar ef á þarf að halda.
Lesa meira

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings fyrir árið 2019.
Lesa meira

Sambýlið Pálsgarður - Laust starf til umsóknar

Sambýlið Pálsgarður - Laust starf til umsóknar
Lesa meira

Þjónustan heim - Laus störf til umsóknar hjá Félagsþjónustu Norðurþings

Þjónustan heim - Laus störf til umsóknar hjá Félagsþjónustu Norðurþings
Lesa meira

Barnavernd Þingeyinga óskar eftir stuðningsfjölskyldum fyrir börn

Stuðningsfjölskylda tekur á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum. Markmiðið er að létta álagi af barni og fjölskyldu, styrkja stuðningsnet barnsins og annað eftir því sem við á hverju sinni. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu 1-2 helgar í mánuði en heimilt er að vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt. Þjónustusvæði Barnaverndar Þingeyinga er Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Langanesbyggð og Svalbarðshreppur.
Lesa meira