Laus störf

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir starf laust til umsóknar

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir laust til umsóknar 80-100% starf starfsmanns á hæfingastöð – Miðjan Miðjan – Hæfing er dagþjónusta við einstaklinga með fötlun, þar sem veitt er þjálfun og hæfing með það að markmiði að efla þroska, sjálfstæði og frumkvæði þjónustuþega, að viðhalda og auka við færni þjónustuþega á vinnumarkaði með starfsþjálfun og eftirfylgni, auk þess að stuðla almennt að vellíðan og öryggi.
Lesa meira

Félagsþjónusta Norðurþings - laust starf félagsráðgjafar til umsóknar

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir laust starf félagsráðgjafar til umsóknar. Um er að ræða 100% starf.
Lesa meira

Lausar stöður auglýstar til umsóknar hjá Borgarhólsskóla á Húsavík

Borgarhólsskóli leitar eftir áhugasömum og metnaðarfullum kennurum til starfa næsta skólaár. Skólinn er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólinn nýtir uppeldisstefnuna Jákvæður agi og teymisvinnu.
Lesa meira

Laus sumarstörf í félagsþjónustu Norðurþings 2021

Hæfingarstöð – Miðjan, sambýlið Pálsgarður og skammtímadvöl – Sólbrekka 28 leita eftir áhugasömum, jákvæðum og liprum einstaklingum til sumarafleysinga. Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri. Um er að ræða störf við afleysingar frá og með maí en þó að mestu í júní – ágúst. September gæti staðið til boða. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um störf gefur Marzenna - forstöðumaður í búsetumálum fatlaðra – marzenna@nordurthing.is eða í síma 464-6100.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki í vaktarvinnu á kvöldin. Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára. Vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram eftir kl. 17:00 – 22.00 mánudaga og miðvikudaga. Um er að ræða rúmlega 20% vaktavinnu.
Lesa meira

Starf skólastjóra Borgarhólsskóla, skólaárið 2021-2022 - umsóknarfrestur framlengdur

Starf skólastjóra Borgarhólsskóla, skólaárið 2021-2022 - umsóknarfrestur framlengdur
Lesa meira

Lyftuverðir á skíðasvæði

Óskað er eftir lyftuvörðum á skíðasvæðið á Húsavík Um er að ræða hlutastörf, starfshlutfall eftir samkomulagi. Unnið er á vöktum og er vinnutími frá 15-19 þriðjudaga – föstudaga og frá 12.30 – 17.30 um helgar. Um er að ræða skammtímaráðningar til 1.maí 2021 og þurfa umsækjendur að geta hafið störf þegar í stað. Helstu verkefni eru ; lyftuvarsla, þjónusta við gesti skíðasvæðisins, minniháttar viðhald á tækjum á búnaði, upplýsingagjöf á vef skíðasvæðisins og ræstingar á skíðaskála.
Lesa meira

Auglýst er til umsóknar 100% starf skólastjóra til eins árs, skólaárið 2021-2022

Sveitarfélagið Norðurþing leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi stjórnanda með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi.
Lesa meira

Barnavernd Þingeyinga óskar eftir stuðningsfjölskyldum fyrir börn

Stuðningsfjölskylda tekur á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum. Markmiðið er að létta álagi af barni og fjölskyldu, styrkja stuðningsnet barnsins og annað eftir því sem við á hverju sinni. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu 1-2 helgar í mánuði en heimilt er að vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt. Þjónustusvæði Barnaverndar Þingeyinga er Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Langanesbyggð og Svalbarðshreppur.
Lesa meira