Laus störf

Verkefnastjóri búsetu óskast til starfa hjá Félagsþjónustu Norðurþings

Verkefnastjóri búsetu óskast til starfa hjá Félagsþjónustu Norðurþings
Lesa meira

Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Grænuvelli á Húsavík

Á Grænuvöllum eru um 130 börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn starfar eftir hugmyndum John Dewey um leikinn og uppeldisstefnu Jane Nelsen um jákvæðan aga. Einnig er mikið lagt upp úr snemmtækri íhlutun, markvissri málörvun og útikennslu. Einkunnarorð Grænuvalla eru virðing, vinátta, vellíðan. Við leitum að fólki sem er jákvætt og samviskusamt og tilbúið að tileinka sér stefnu skólans og starfsaðferðir. Færni í samskiptum og frumkvæði í starfi eru einnig mikilvægir kostir. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólanemenda samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
Lesa meira

Laust starf í íþróttamiðstöð Raufarhafnar

Enn er laust til umsóknar hlutastarf við íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Lesa meira