Laus störf

Lausar kennarastöður við Öxarfjarðarskóla, Norðurþingi.

Öxarfjarðarskóli leitar eftir umsækjendum í 50% stöðu Íslenskukennara, 50% stöðu íþróttakennara og leikskólakennara við aðra leikskóladeild skólans
Lesa meira

Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir eftir grunn- og leikskólakennurum

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með alls 16 nemendur á leik- og grunnskólastigi og nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, sveigjanleika og jákvæðni. Skólinn er í samstarfi við Öxarfjarðarskóla þar sem nemendur sækja kennslu í list- og verkgreinum, íþróttum og sundi auk tónmenntar og tónlistarkennslu einu sinni í viku. Skólinn starfar í anda uppeldisstefnu Jákvæðs aga.
Lesa meira

Afleysingar í íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn

Starfsfólk vantar í afleysingar við íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn. Unnið er á vöktum og starfshlutfall er samkomulag. Skilyrði er að hafa náð 18ára aldri og vera með hreint sakavottorð.
Lesa meira

Barnavernd Þingeyinga óskar eftir stuðningsfjölskyldum fyrir börn

Stuðningsfjölskylda tekur á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum. Markmiðið er að létta álagi af barni og fjölskyldu, styrkja stuðningsnet barnsins og annað eftir því sem við á hverju sinni. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu 1-2 helgar í mánuði en heimilt er að vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt. Þjónustusvæði Barnaverndar Þingeyinga er Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Langanesbyggð og Svalbarðshreppur.
Lesa meira