Tvö störf eru laus til umsóknar við Skólamötuneyti Húsavíkur. Skólamötuneyti Húsavíkur er metnaðarfullt skólamötuneyti sem sér um matseld fyrir um 600 nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla og Leikskólans Grænuvalla.
Norðurþing stendur fyrir fjölskylduratleik í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní.
Við hvetjum fjölskyldur til þess að njóta samverunnar og fara í skemmtilegan ratleik saman.
Ratleikir eru á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og hér má finna fyrstu vísbendingar.
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.
Einstaklingar, félög og fyrirtæki eru hvött til þess að taka þátt í þessari einstöku hátíð með því að flagga regnbogafánum og allra helst standa fyrir viðburði í tengslum við hátíðina.
Öxarfjarðarskóli sem er samrekinn leik- og grunnskóli auglýsir lausa stöðu matráðs fyrir næsta skólaár 2025-2026.
Nemendur og starfsfólk eru alls um 80 manns. Um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs í 80% stöðu.