Fara í efni

Fréttir

Óskað er eftir starfsmanni í stoðþjónustu (50%)

Starfsmaður stoðþjónustu sér um að aðstoða fatlað fólk sem býr í sjálfstæðri búsetu á Húsavík skv. lögum um langvarandi stuðningsþarfir 38/2018 og reglum Norðurþings um stoð og stuðningsþjónustu. Aðstoðin felst í að efla og styrkja fatlað fólk til sjálfshjálpar á eigin heimili eins og t.d við að skipuleggja heimilishald, heimilisþrif, aðstoð við innkaup, hvatningu við samfélagslega þátttöku, hreyfingu og fleira.
18.11.2025
Tilkynningar
Skoðum himinljósin - slökkt verður á götulýsingu.

Skoðum himinljósin - slökkt verður á götulýsingu.

Nú standa yfir þemadagar í Borgarhólsskóla. Þemað er himingeimurinn! Miðvikudaginn 19. nóvember verður slökkt á götuljósum á Húsavík og nemendur, kennarar og íbúar hvattir til að skoða himinljósin.
17.11.2025
Tilkynningar
Fyrirlesturinn Tölum saman

Fyrirlesturinn Tölum saman

Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 16:30 verður áhugaverður fyrirlestur í Hlyn, Garðarsbraut 44. Fyrirlesturinn ber heitið Tölum saman og fyrirlesarar eru Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur.
15.11.2025
Á döfinni
Menningarspjall 20. nóvember

Menningarspjall 20. nóvember

Komum saman til að ræða nútíð og framtíð menningar í Norðurþingi og nærliggjandi byggðarlögum. Næsta menningarspjall verður 20. nóvember kl. 12:00 á veitingastaðnum Gamla Bauk.
14.11.2025
Tilkynningar
Tilkynning: Framkvæmdir í Skrúðgarðinum

Tilkynning: Framkvæmdir í Skrúðgarðinum

Tilkynning: Framkvæmdir í Skrúðgarðinum
12.11.2025
Tilkynningar
mynd: AG

158. fundur sveitarstjórnar Norðurþings

Fyrirhugaður er 158. fundur sveitarstjórnar Norðurþings, fimmtudaginn 13. nóvember nk. kl. 13:15 í Safnahúsinu á Húsavík (sjóminjasafninu), Stóragarði 17.
11.11.2025
Tilkynningar
Rjúpnaveiði innan tilgreinds svæðis er bönnuð.

Rjúpnaveiði bönnuð við Húsavík

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er griðland fyrir rjúpur við Húsavík. Rjúpnaveiði innan tilgreinds svæðis er bönnuð.
10.11.2025
Tilkynningar
Allir með! Æfing

Allir með! Æfing

Íþróttahéruð á Norðurlandi eystra – HSÞ, ÍBA, UMSE og UÍF standa fyrir ALLIR MEÐ íþróttaæfingum í vetur. Fyrsta æfingin verður á Húsavík 15. nóvember kl. 14:30–15:30.
10.11.2025
Tilkynningar
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, Halla Tómasdóttir, Þórgunnur Reykjalín, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir og…

Til hamingju Leikskólinn Grænuvellir og Borgarhólsskóli!

Borgarhólsskóli á Húsavík og Leikskólinn Grænuvellir hlutu íslensku menntaverðlaunin 2025 fyrir þróunarverkefnið LÍTIL SKREF Á LEIÐ TIL LÆSIS
06.11.2025
Tilkynningar
Jólabærinn minn! Viltu taka þátt?

Jólabærinn minn! Viltu taka þátt?

Það verður sannkölluð jólastemming í Norðurþingi alla aðventuna! Fyrirtæki, íbúar og stofnanir eru hvött til standa fyrir viðburðum eða uppákomum til að koma íbúum, sem og gestum og gangandi, í jólaskapið. Allar helgar aðventunnar verður aðventutorg á Öskjureitnum við Garðarshólma. Hægt er að sækja um leigu á jólakofa og selja hverskonar varning, mat eða drykk. Hafið samband við birgittabjarney@gmail.com fyrir frekari upplýsingar.
04.11.2025
Tilkynningar
Skýrsla um atvinnumál á Húsavík og nágrenni

Skýrsla um atvinnumál á Húsavík og nágrenni

Starfshópur fimm ráðuneyta um atvinnumál á Húsavík og nágrenni hefur skilað skýrslu sinni.
23.10.2025
Tilkynningar
Kvennaverkfall 24. október 2025

Kvennaverkfall 24. október 2025

Í tilefni kvennaverkfalls föstudaginn 24. október er fyrirséð að ákveðin þjónusta á vegum Norðurþings verði skert þann dag.
22.10.2025
Tilkynningar