Óskað er eftir starfsmanni í stoðþjónustu (50%)
Starfsmaður stoðþjónustu sér um að aðstoða fatlað fólk sem býr í sjálfstæðri búsetu á Húsavík skv. lögum um langvarandi stuðningsþarfir 38/2018 og reglum Norðurþings um stoð og stuðningsþjónustu. Aðstoðin felst í að efla og styrkja fatlað fólk til sjálfshjálpar á eigin heimili eins og t.d við að skipuleggja heimilishald, heimilisþrif, aðstoð við innkaup, hvatningu við samfélagslega þátttöku, hreyfingu og fleira.
18.11.2025
Tilkynningar