Samkvæmt samþykkt um bílastæðasjóð Norðurþings hefst gjaldtaka á völdum bílastæðum í miðbæ og hafnarsvæði Húsavíkur þann 1. maí n.k. og stendur út september. Ráðið telur að með gjaldtöku á bílastæðum sé hægt að stýra umferð um hafnasvæðið á Húsavík á valin gjaldfrjáls bílastæði annarsstaðar í bænum yfir mesta ferðamannatímann.
Í gær var haldinn fjölmennur íbúafundur í Skúlagarði til að fara yfir áhrif sem gætu fylgt eldgosi í Vatnajökli/Bárðarbungu ef flóð færi af stað niður Jökulsá á Fjöllum.
Fjölmenningarfulltrúi sveitarfélagsins Norðurþings, Nele Marie Beitelstein, mætir í Grunnskólann/ Borgarhólskóla á Húsavík til fundar annan fimmtudag í mánuði frá 14:00 – 15:00.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvæðissjóðum Raufarhafnar og framtíðarinnar II og Öxarfjarðar í sókn II.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 5. maí n.k.
Fyrri umræða um ársreikning Norðurþings fyrir árið 2024 fór fram í sveitarstjórn Norðurþings í Sjóminjasafni Húsavíkur fimmtudaginn 3. apríl 2025.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir ársreikningnum og helstu lykiltölum á fundinum.
Í dag rituðu sveitarfélagið Norðurþing og Trésmiðjan Rein ehf. undir verksamning á fyrri áfanga vegna byggingar á nýju frístundahúsnæði við Borgarhólsskóla á Húsavík.
Norðurþing heldur íbúafund miðvikudaginn 9. apríl í Skúlagarði kl. 19:00 – 21:00.
Fundurinn er haldinn með aðkomu Veðurstofunnar og lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.