Fara í efni

Náttúran

Sveitarfélagið Norðurþing er ríkt af sérstæðri og fallegri náttúru. Náttúruminjar er samheiti yfir margvísleg fyrirbæri í náttúrunni sem hafa vistfræðilegt, menningarlegt, félagslegt eða vísindalegt gildi og verðugt er að vernda sérstaklega.

Í Norðurþingi eru þrjú friðlýst svæði sem teljast til náttúruminja. Vatnajökulsþjóðgarður, er vestan Jökulsár á Fjöllum, Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss ásamt næsta nágrenni austan Jökulsár á Fjöllum er friðlýst sem náttúruvætti, og  Laxá í Aðaldal sem rennur að hluta um sveitarfélagið, en hún ásamt Mývatni hefur verði skráð sem alþjóðlega mikilvægt votlendissvæði.