Fara í efni

Sundlaug Húsavíkur

Laugabrekku 2, 640 Húsavík
Afgreiðsla: sími: 464 6190
Netfang: sundlaug@nordurthing.is
Deildarstjóri: Harpa Steingrímsdóttir
Sími forstöðumanns: 464 6196

Sundlaug Húsavíkur er staðsett við Laugarbrekku 2. Sundlaugin er 16,67 m. löng en einnig er lítil barnalaug með hærra hitastigi. Að auki eru tveir heitir pottar, annar þeirra nuddpottur. Ein stór rennibraut er í lauginni og yfir sumartíman eru tvær minni til vðbótar. Sundkennsla Borgarhólsskóla fer fram í laugunum og sundnámskeið fyrir elstu börn leikskólans sem haldið er í lok maí. Einnig hefur verið boðið uppá sundnámskeið fyrir fullorðna sem hafa verið vinsæl.

Árleg aðsókn að sundlauginni er í kringum 76.000 heimsóknir en inni í þeirri tölu er skólasund grunnskólabarna.

Opnunartími 2022-2023
Mán-Fim: 06:45-21:00
Föst. 06:45-19:00
Lau/Sun: 10:00-17:00