Sundlaug Húsavíkur

Laugabrekku 2, 640 Húsavík
Afgreiðsla: sími: 464 6190
Netfang: sundlaug@nordurthing.is
Deildarstjóri: Trausti Ólafsson
Sími forstöðumanns: 464 6196

Sundlaug Húsavíkur er staðsett við Laugarbrekku 2. Sundlaugin er 16,67 m. löng en einnig er lítil barnalaug með hærra hitastigi. Að auki eru tveir heitir pottar, annar þeirra nuddpottur, ásamt eimbaði. Tvær rennibrautir eru í sundlauginni og einnig sólbekkir. Sundkennsla Borgarhólsskóla fer fram í laugunum og sundnámskeið fyrir elstu börn leikskólans sem haldið er í lok maí. Einnig hefur verið boðið uppá sundnámskeið fyrir fullorðna sem hafa verið vinsæl.

Árleg aðsókn að sundlauginni er í kringum 76.000 heimsóknir en inni í þeirri tölu er skólasund grunnskólabarna.

Vetraropnun frá 30.september 2021:

Mánud. -  fimmtud. 06:45 - 08:15 /  14.30 - 21.00.
Föstud. 06:45 - 19:00
Laugard. og sunnud.  11:00 - 16:00.  

Hætt er að hleypa í sundlaugina 30 mínútum fyrir lokun. 
 
 

Vakin er athygli á að í 14. grein reglugerðar sem gildir um sund- og baðstaði segir:

"Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Ekki skal leyfa viðkomandi að hafa fleiri en tvö börn með sér, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna."

Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum (nr. 814/2010)