Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sjá hér. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili á þjónustusvæði Félagsþjónustu Norðurþings og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Aðstoðin er í formi styrks en getur í undantekningartilfellum verið í formi láns. Sjá reglur um fjárghagsaðstoð hjá Norðurþingi.

Ýmsar ástæður geta legið að baki þess að fólk þurfi á fjárhagsaðstoð að halda svo sem lág laun, atvinnuleysi eða veikindi. Sækja þarf um aðstoð í viðtali við félagsráðgjafa/ráðgjafa hjá Félagsþjónustu Norðurþings. Skila þarf inn eftirfarandi gögnum; staðfest afrit af skattframtali síðastliðins árs og afriti af launaseðlum síðustu þriggja mánaða.

Við úthlutun fjárhagsaðstoðar er farið eftir ákveðnum starfsreglum sem Félagsmálanefndirnar hafa sett og sveitarstjórnirnar staðfest.

Vakin er athygli á því að öll fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld.

 
 
Signý Valdimarsdóttir, félagsráðgjafi
Netfang: signy@nordurthing.is
Símanúmer: 464 6100