Framkvæmdir og hafnir

Framkvæmdanefnd fer með málefni sem tengjast meðal annars framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins en einnig umferðar og samgöngumálum, umhverfismálum, bruna- og almannavarnamálum, veitumálum, garðyrkju og viðhaldi opinna svæða. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi er Gunnar Hrafn Gunnarsson.

 

Hafnanefnd fer með málefni hafna Norðurþings sem staðsettar eru á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Rekstrarstjóri hafna er Þórir Örn Gunnarsson.