Félagsmiðstöðvar
Húsavík

Félagsmiðstöð ungs fólks á Húsavík er til húsa á neðri hæð Framhaldsskóla Húsavíkur. Umsjónarmaður er Kristinn Lúðvíksson. Aðrir starfsmenn eru Guðrún Hildur Einarsdóttir, Arnór Heiðmann.
Starfið er ætlað ungu fólki á aldrinum 10 - 25 ára og er starfsemin skipulögð sem hér segir.
- 10 – 12 ára hafa haft viðburðatengdan aðgang að húsinu. Það starf er skipulagt af umsjónarmanni og starfsmönnum.
- 13 - 15 ára hafa aðgang að húsinu tvö kvöld í viku, mánudags og miðvikudagskvöld, frá 19:30 - 22:00, auk seinni parta til námskeiðahalds. Starfið er skipulagt af sex ungmennum á unglingastigi (Tún ráð) í samstarfi við umsjónarmann og starfsmenn hússins.
- 16 – 25 ára stendur til boða að hafa aðgang að húsinu í samráði við umsjónarmann. Nemendaráð Framhaldsskólans á Húsavík sér um skipulagningu á því í samráði við umsjónarmann.
Raufarhöfn og Öxarfjörður
Félagsmiðstöðin Blik á Raufarhöfn er til húsa í skólahúsnæði Grunnskóla Raufarhafnar.
Félagsmiðstöðin Beisið er til húsa í Öxafjarðarskóla.