Fara í efni

Golfvellir

Í Norðurþingi eru tveir golfvellir auk púttvalla.

Skammt sunnan Húsavíkur er Katlavöllur, gróinn og fallegur níu holu golfvöllur.  Umhverfi vallarins er einkar notalegt, um hann liðast Þorvaldsstaðará og fallegt útsýni er yfir Skjálfandaflóa.  Við Katlavöll er ágæt aðstaða. Þar er æfingasvæði, æfingaflöt og þjónustuskáli með veitingum, kylfu- og kerruleigu.  Auk þess er níu holu æfingavöllur sem hægt er að spila endurgjaldslaust. Golfklúbbur Húsavíkur sér um rekstur golfsvæðisins.

Í mynni Ásbyrgis, austan megin við tjaldstæðið og í túnfæti hinnar glæsilegu Gljúfrastofu, er 9 holu golfvöllur sem rekinn er af Golfklúbbinum Gljúfra. Ekki þarf að hafa mörg orð um hve tignarleg umgjörð þessa vallar er.

Á Kópaskeri er púttvöllur og ef þú vilt grípa í kylfurnar um hávetur geturðu brugðið þér í Hvalasafnið á Húsavík, en þar innan dyra er að vetrinum 18 holu minigolfvöllur.