Fara í efni

Sorphirða

Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu á Húsavík og nágrenni og hefur gert frá júní 2015.  Við flokkun sorps frá fyrirtækjum og heimilum í stórum hluta Norðurþings er notast við 3ja tunnu kerfi við flokkun.

Opnunartími sorpmóttöku í Víðimóum
Virka daga     kl. 13:00 - 17:00
Laugardaga   kl. 11:00 - 14:00

Sel sf. sér um sorphirðu á austursvæði Norðurþings. Sími: 894-0172


Opnunartími sorpmóttöku á Raufarhöfn
mánudaga 10:00-12:00
miðvikudaga: 15:00 - 17:00
föstudaga: 13:00-15:00
- Utan opnunartíma sorpmóttöku er hægt að hafa samband við starfsmenn þjónustumiðstöðvar á virkum dögum milli 9:00 og 15:00, ef um áríðandi tilvik er að ræða. Óskar 8611385 og Ívar 8668604.

 

Almennt sorp
Almennt sorp er í raun blandaður úrgangur sem ekki flokkast í skilgreindan endurvinnsluferil og er þar af leiðandi óendurvinnanlegt. Dæmi: gler, bleyjur, frauðplast, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa o.fl.

Instructions from Molta for green and brown bins
Instrukcje z molta zielony & brazowy pojemnik
Flokkun plastumbúðir og málmar (Austursvæði Norðurþings)
Flokkun pappír - blandaður pappír (Austursvæði Norðurþings)
Recycling system (Austursvæði Norðurþings)
Segregacja śmieci (Austursvæði Norðurþings)
Sistem de reciclare     (Austursvæði Norðurþings)

 Gámaplön eru í Höfðabrekku, Þverá, á Kópaskeri og Raufarhöfn.
  • Á þessum stöðum verða skúffur undir brotajárn og stærra, gróft almennt sorp, auk lokaðs gáms undir almennt sorp.
  • Áríðandi er að flokka rétt í brotajárnsskúffu
  • Passa þarf að ekki sé fokhætta af því sem sett er í skúffuna fyrir gróft almennt sorp og að smærra rusl, sem kemst auðveldlega í lokaða gáminn, sé sett í hann.
  • Að gefnu tilefni er bent á að ekki má henda gleri í hana.
  • Ekkert rusl á að setja beint á planið - Ef ekki er augljóst ílát undir efnið, er ekki móttaka fyrir því á þessum stað
Móttaka fyrir raftæki, spilliefni ofl. er á Kópaskeri í samráði við Sel sf. og á Raufarhöfn í samráði við Áhaldahús.
Gámar eru í Ásbyrgi, á Kópaskeri og Raufarhöfn fyrir stærri bylgjupappa. Áríðandi er að í þá gáma fari eingöngu bylgjupappi.
Plasttunnan á að taka við öllu umbúðarplasti og smá málmum.
Stærri málmar fara í brotajárn á gámaplönum.
Að auki eru lokaðir gámar á fleiri stöðum, t.d. við Lund, Sultir og Meiðavelli.

Umhirða og staðsetning íláta:

  • Gott er að hafa í huga að fjarlægð íláta frá götu sé ekki óþarflega mikil eða valdi sorphirðufólki óþarfa álagi við hirðu. Best er að hafa ílát sem næst götu og í sorptunnuskýlum.
  • Yfirfull ílát geta skapað vandræði við losun. Það er hætta á að vargfugl komist í sorpið eða innihald tunnunnar fari að fjúka um. Umfram heimilissorpi má skila á gámasvæði og greiða með klippikortinu.
  • Að vetri er ætlast til að íbúar moki frá tunnum og hálkuverji. Gríðarlega erfitt er að draga ílátin í miklum snjó auk þess sem hálka getur verið varasöm.
  • Íbúar bera ábyrgð á sínum ílátum. Æskilegt er að hreinsa þau eftir þörfum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist fyrir í ílátinu og skapi t.d. ólykt.
  • Gróðurgámar fyrir tré og runna og annan garðaúrgang s.s. gras, torf og þess háttar eru staðsettir við lóðamörk gámasvæðisins og eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Bent er á að ruslapokar úr plasti mega ekki fara í gáminn og óheimilt er að losa þar annað en gróðurúrgang.
Umsjón: Elvar Árni Lund
Netfang: elvar@nordurthing.is
Sími: 464 - 6100