Sorphirða

Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá júní 2015.  Við flokkun sorps frá fyrirtækjum og heimilum í stórum hluta Norðurþings er notast við 3ja tunnu kerfi við flokkun.

Nauðsynlegt er að huga vel að aðgengi að tunnum:

  • Ef snjó er ekki mokað frá tunnum þá eru þær ekki tæmdar
  • Ef hætta er á að tunnur rekist í bíla þá eru þær ekki tæmdar
  • Ef binda þarf tunnur þá skal spotti festur með króklás þannig að auðvelt sé að leysa þær
  • Tunnur sem ekki er auðvelt að leysa úr böndum verða ekki tæmdar
  • Ekki leggja bílum fyrir framan tunnurnar
  • Samkvæmt sorphirðusamþykkt Norðurþings skal sorptunna ekki vera staðsett meira en 15 metrum frá götu

Opnunartími sorpmóttöku í Víðimóum
Mánudaga     13:00-17:00
Þriðjudaga     Lokað
Miðvikudaga  10:00-11:50 / 13:00-17:00
Fimmtudaga  13:00-17:00
Föstudaga     09:00-11:50 / 13:00-17:00
Laugardaga   10:00-15:00

Gróðurgámar fyrir tré og runna og annan garðaúrgang s.s. gras, torf og þess háttar eru staðsettir við lóðamörk sorpbrennslustöðvarinnar og eru aðgengilegir allan sólarhringinn.

Fólk er beðið um að losa ekki gróðurúrgang við veginn upp að Húsavíkurfjalli heldur nota gámana.

Nánari upplýsingar má fá hjá framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings í síma 464-6100 eða hafa samband við Íslenska Gámafélagið beint.

Handbók um sorphirðu í Norðurþingi

Sorphirðudagatal 

Skipulag sorphirðu