Sorphirða
Hér má sjá sorphirðudagatal ársins 2025.
Fram að áramótum verða ákveðnar breytingar og auknir valmöguleikar þegar kemur að hirðu úrgangs við heimili og stofnanir. Þar á meðal hafa íbúar aukið val um hvernig ílát þeir nota og hvort þeir samnýti ílát með öðrum íbúðareigendum í sama húsi og þannig haft áhrif á hvað greitt er fyrir þjónustuna.
Samkvæmt nýlegum samningi við Terra mun Terra frá og með 1. október 2025 taka við hirðu úrgangs frá heimilum og stofnunum á Húsavík og í Reykjahverfi. Einnig mun Terra reka móttökustöðina að Víðimóum og grenndastöðvar á Húsavík.
Áfram verða fjórir úrgangsflokkar hirtir við hvert heimili, þ.e. pappír, plast, matarleifar og blandaðan úrgang. Ekki er í boði að afþakka hirðu á neinum af þessum flokkum en hins vegar geta íbúðareigendur í húsum með tveim íbúðum eða fleiri samnýtt ílát með öðrum íbúðum í sama húsi.
Öllum fyrirspurnum vegna úrgangsmála, val á ílátum og annað sem málið snertir er svarað á nordurthing@nordurthing.is eða á skrifstofu Norðurþings í síma 464 6100
Viltu vita meira um sorphirðu í Norðurþingi? Smelltu hér á Spurt og svarað!
Breytingar eða samnýting á ílátum
Að óska eftir stærra eða minna íláti
Íbúðareigendur geta óskað eftir minni eða stærri ílátum, fækkað ílátum eða fjölgað og þannig hagað vali sínu eftir þörfum hvers og eins. Þó geta ílát aldrei verið færri en fjögur þar sem samkvæmt lögum bera að safna fjórum úrgangsflokkum við hvert heimili, pappír, plasti, blönduðum úrgangi og matarleifum (lífrænum úrgangi). Sjá valmöguleika í „Spurt og Svarað“, hér
Íbúðareigendur geta samnýtt ílát og þannig fækkað ílátum við hús og lækkað kostnað
Það eru ekki bara blokkir og stór raðhús sem geta samnýtt ílát heldur geta í raun allir íbúðareigendur í húsum með tveim íbúðum eða fleiri nýtt sé þennan valmöguleika á hagkvæman hátt.
Sjá valmöguleika HÉR
FRÍTT - Ein breyting á ílátavali
Frá og með 1. október 2025 og til áramóta geta allir íbúðareigendur á Húsavík og í Reykjahverfi óskað eftir einni breytingu á ílátavali sínu án kostnaðar við útskipti. Frá áramótum er svo innheimt fyrir hverja breytingu samkvæmt gjaldskrá. Sjá valmöguleika á ílátum HÉR
Gjald
Sorphirðugjald
Sorphirðugjald breytist í samræmi við breytingar sem voru gerðar á reglum um úrgangsmál. Frá og með næstu áramótum verður sorphirðugjaldi í grunninn skipt í tvennt, þ.e. fast gjald og breytilegt gjald og munu íbúðareigendur verða varir við breytta uppsetningu á gjaldskrá og þar með reikningum.
Fast gjald
Sorphirðugjald skiptist annars vegar í fast gjald, sem skal standa undir kostnaði við sameiginlegan kostnað sem leggst þvert á sveitarfélagið, svo sem hirðu á almannafæri, við göngustíga, meðfram vegum o.s.frv. Einnig mun þetta gjald standa undir almennum rekstri málaflokksins. Þetta gjald má að hámarki vera 25% af árlegri heildarinnheimtu málaflokksins
Sjá betur í útskýringum á reikningi í „Spurt og Svarað“ hér
Breytilegt gjald
Sorphirðugjald skiptist hins vegar í breytilegt gjald sem tekið er fyrir þá þjónustu sem íbúðareigendur geta haft áhrif á með vali sínu á ílátum, með samnýtingu ílata eða óskum eftir umframþjónustu sem í boði er. T.d. aukalosun og breytingu á ílátum,
Opnunartími sorpmóttöku
Húsavík (Víðimóum):
Virka daga kl. 13:00 - 17:00
Laugardaga kl. 11:00 - 14:00
Raufarhöfn:
Miðvikudaga kl. 15:00 - 17:00
Föstudaga kl. 13:00-15:00
Utan opnunartíma er hægt að hafa samband við starfsmenn þjónustumiðstöðvar á virkum dögum milli 9:00 og 15:00, ef um áríðandi tilvik er að ræða. Óskar 8611385 og Ívar 8668604.
Sel sf. sér um sorphirðu á austursvæði Norðurþings. Sími: 894-0172
Skipulag sorphirðu - Hvenær eru tunnur losaðar í mínu hverfi?
Hér má sjá sorphirðudagatal sem sýnir áætlaða losunardaga
Eyðublöð
Senda inn upplýsinar um samnýtingu íláta
Ósk um ráðgjöf vegna fyrirhugaðar samnýtingar íbúðareigna á sorpílátum