Sorphirða

Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá júní 2015.  Við flokkun sorps frá fyrirtækjum og heimilum í stórum hluta Norðurþings er notast við 3ja tunnu kerfi við flokkun.

Opnunartími sorpmóttöku í Víðimóum
Virka daga     kl. 13:00 - 17:00
Laugardaga   kl. 11:00 - 14:00

- Tekið er við öllum úrgangi á gámasvæðinu - Munið eftir klippikortinu -

 
Sorphirðudagatal 2022
 
Skipulag sorphirðu 
 

Flokkun í Gráu tunnuna
Almennt sorp er í raun blandaður úrgangur sem ekki flokkast í skilgreindan endurvinnsluferil og er þar af leiðandi óendurvinnanlegt. Dæmi: gler, bleyjur, frauðplast, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa o.fl.

 

Umhirða og staðsetning íláta:

  • Gott er að hafa í huga að fjarlægð íláta frá götu sé ekki óþarflega mikil eða valdi sorphirðufólki óþarfa álagi við hirðu. Best er að hafa ílát sem næst götu og í sorptunnuskýlum.
  • Yfirfull ílát geta skapað vandræði við losun. Það er hætta á að vargfugl komist í sorpið eða innihald tunnunnar fari að fjúka um. Umfram heimilissorpi má skila á gámasvæði og greiða með klippikortinu.
  • Að vetri er ætlast til að íbúar moki frá tunnum og hálkuverji. Gríðarlega erfitt er að draga ílátin í miklum snjó auk þess sem hálka getur verið varasöm.
  • Íbúar bera ábyrgð á sínum ílátum. Æskilegt er að hreinsa þau eftir þörfum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist fyrir í ílátinu og skapi t.d. ólykt.
  • Gróðurgámar fyrir tré og runna og annan garðaúrgang s.s. gras, torf og þess háttar eru staðsettir við lóðamörk gámasvæðisins og eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Bent er á að ruslapokar úr plasti mega ekki fara í gáminn og óheimilt er að losa þar annað en gróðurúrgang.

Nánari upplýsingar má fá hjá umhverfisstjóra Norðurþings í síma 464-6100