Hafnir Norðurþings
Veðurlýsing og hafnarskilyrði í Húsavíkurhöfn
Yfirlit yfir skipakomur skemmtiferðaskipa 2023 má sjá hér
Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum og bátum.
Húsavík
Kópasker
Raufarhöfn
Húsavík
Um höfnina
Húsavíkurhöfn telst vera meðalstór fiski- og flutningahöfn.
Hafnarsvæðið á Húsavík skiptist í innri höfn og ytri höfn. Í innri höfninni eru fastir viðlegukantar fyrir fiskiskip og báta við svokallaðan Þvergarð, Suðurgarð og Naustagarð að norðan. Einnig eru fimm flotbryggjur fyrir fiskibáta og ferðaþjónustubáta. Lengd fastra viðlegukanta í innri höfninni eru u.þ.b. 400 metrar.
Í ytri höfninni eru þrír viðlegukantar. Þvergarður ytri, Norðurgarður og Bökugarður.
- Viðlega á utanverðum þvergarði er um 90 metrar að lengd og er dýpi u.þ.b. 6 metrar.
- Viðlega við Norðurgarð er um 132 metrar að lengd og þar er dýpi um 8 metrar.
- Viðlega við Bökugarð er um 220 metrar að lengd og dýpi um 10 metrar.
Kópasker
Lengd bryggjukanta er 119 metrar og er mesta dýpi við kant 4 metrar á 50 metra kafla. Höfnin telst vera smábátahöfn og er flotbryggja staðsett í höfninni sem rúmar 4 báta.
Hafnarvörður : Guðmundur Magnússon
Sími: 861-2162
Netfang: gm@nordurthing.is
Raufarhöfn
Lengd bryggjukanta er 500 metrar og er mesta dýpi við kant 8,5 metrar á 50 metra kafla og 6,5 metrar á 160 metra kafla. Dýpi í innsiglingu er 9,5 metrar. Höfnin telst vera meðalstór fiskihöfn.