Fara í efni

Hafnir Norðurþings

Rekstrarstjóri hafna: Kristinn Jóhann Ásgrímsson
Sími:  464 6176
Heimilsifang: Norðurgarður 5
 
Ölduspá - Veðurspá - Sjávarfallaspá
Veðurlýsing og hafnarskilyrði í HúsavíkurhöfnÁætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum og bátum.
Húsavík
Kópasker
Raufarhöfn

Húsavík

Hafnarvog
Hafnarvörður/Hafnsögumaður: Sigurjón Sigurbjörnsson
Hafnarvörður: Elías Frímann Elvarsson
Sími 464-6175, þjónustu- og útkallssími 893-9175
Netfang: port@husavik.is
Opnunartími hafnar er virka daga frá 8:00 - 17:00.  Þess utan skal haft samband við bakvakt í síma 893 9175.
 

Um höfnina
Húsavíkurhöfn telst vera meðalstór fiski- og flutningahöfn.

Hafnarsvæðið á Húsavík skiptist í innri höfn og ytri höfn. Í innri höfninni eru fastir viðlegukantar fyrir fiskiskip og báta við svokallaðan Þvergarð, Suðurgarð og Naustagarð að norðan. Einnig eru fimm flotbryggjur fyrir fiskibáta og ferðaþjónustubáta. Lengd fastra viðlegukanta í innri höfninni eru u.þ.b. 400 metrar.  

Í ytri höfninni eru þrír viðlegukantar. Þvergarður ytri, Norðurgarður og Bökugarður.

  • Viðlega á utanverðum þvergarði er um 90 metrar að lengd og er dýpi u.þ.b. 6 metrar.
  • Viðlega við Norðurgarð er um 132 metrar að lengd og þar er dýpi um 8 metrar.
  • Viðlega við Bökugarð er um 220 metrar að lengd og dýpi um 10 metrar.

Kópasker

Lengd bryggjukanta er 119 metrar og er mesta dýpi við kant 4 metrar á 50 metra kafla.  Höfnin telst vera smábátahöfn og er flotbryggja staðsett í höfninni sem rúmar 4 báta.

Hafnarvörður : Guðmundur Magnússon
Sími: 861-2162
Netfang: gm@nordurthing.is

Raufarhöfn

Lengd bryggjukanta er 500 metrar og er mesta dýpi við kant 8,5 metrar á 50 metra kafla og 6,5 metrar á 160 metra kafla.  Dýpi í innsiglingu er 9,5 metrar.  Höfnin telst vera meðalstór fiskihöfn.

Hafnarvörður: Gunnar Páll Baldursson
Sími: 894-2989
Netfang: port@raufarhofn.is