Tónlistarskóli
Skólastjóri: Guðni Bragason
Símanúmer: 464 7292
Netfang: gudni@tonhus.is
Veffang: tonhus.is
Staðsetning: Skólagarði 1, Húsavík
Opnunartími skrifstofu: 9:00 – 15:00 alla virka daga á starfstíma skólans.
Tónlistarskóli Húsavíkur tók til starfa árið 1961. Árið 2010 sameinuðust Tónlistarskóli Húsavíkur, Tónlistarskóli Öxarfjarðarhéraðs og Tónlistarskóli Raufarhafnar undir nafni Tónlistarskóla Húsavíkur. Tónlistarskólinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins sem sækjast eftir tónlistarnámi, hvort sem það eru börn á skólaaldri eða fullorðnir. Boðið er upp á fjölbreytt hljóðfæranám og söngkennslu auk samspils og samsöngs. Skólinn starfar náið með öðrum skólum sveitarfélagsins og er með starfsstöð á Húsavík og í Öxarfjarðarskóla. Stjórnun og skrifstofa tónlistarskólans er í hluta húsnæðis Borgarhólsskóla á Húsavík.
Hlutverk Tónlistarskóla Húsavíkur er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Áhersla er lögð á að skólinn þjóni öllum þeim sem eftir tónlistarnámi sækjast án tillits til aldurs, ennfremur ber skólanum að taka tillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska.Tónlistarskólinn er mjög áberandi í menningu Húsavíkur. Oft á ári eru haldnir tónleikar fyrir bæjarbúa þar sem ungir sem aldnir tónlistarmenn frá Tónlistarskólanum koma fram.
Námsframboð er fjölbreytt við skólann og eru öflugar deildir sem að sinna helstu hljóðfærahópum í einka og samkennslu. Tónfæðigreinar eru kenndar við skólann og er í boði fyrir nemendur frá 5. Bekk
Skólinn á í góðu samstarfi við Miðjuna hæfingu varðandi kennslu nemenda með sértæka aðstoð, fatlanir og þroskaskerðingar.
Skólinn er í virku samstarfi við blásarasveitir Tonak og er það mikilvægur partur að efla og halda í hefðir blásturskennlu við skólann.
Starfsstöð Lundi Öxarfirði
Símanúmer: 465-2244 / 464-7290
Netfang: ritari@tonhus.is
Staðsetning: Öxarfjarðarskóla við Lundi
Kennarar frá Húsavík fara austur í Lundi einu sinni á viku til að sinna kennslu þar.
Engin starfstöð er á Raufarhöfn um þessar mundir.