Tónlistarskóli

Skólastjóri: Guðni Bragason
Símanúmer: 464 7290
Netfang: gudni@tonhus.is
Veffang: tonhus.is
Staðsetning: Skólagarði 1, Húsavík

Opnunartími skrifstofu: 9:00 – 15:00 alla virka daga á starfstíma skólans.

Tónlistarskóli Húsavíkur tók til starfa árið 1961. Árið 2010 sameinuðust Tónlistarskóli Húsavíkur, Tónlistarskóli Öxarfjarðarhéraðs og Tónlistarskóli Raufarhafnar undir nafni Tónlistarskóla Húsavíkur. Tónlistarskólinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins sem sækjast eftir tónlistarnámi, hvort sem það eru börn á  skólaaldri eða fullorðnir.  Boðið er upp á fjölbreytt hljóðfæranám og söngkennslu auk samspils og samsöngs.  Skólinn starfar náið með öðrum skólum sveitarfélagsins og er með starfsstöð á Húsavík og í Öxarfjarðarskóla. Stjórnun og skrifstofa tónlistarskólans er í sérhönnuðum hluta húsnæðis Borgarhólsskóla á Húsavík.