Vinnuskóli

ATH: Verið er að vinna að skipulagningu og fyrirkomulagi vinnuskólans fyrir sumarið 2018. Nánari upplýsingar koma síðar.

Texti hér að neðan er frá fyrri árum og því ekki marktækur en hann má hafa til viðmiðunar.
Vinnuskóli Norðurþings er fyrir unglinga á aldrinum 14-15 ára (8. og 9. bekkur).
Markmið Vinnuskólans er að efla félagsleg tengsl og gagnkvæma virðingu ásamt því að kenna unglingum til verka og undirbúa þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Skólinn er starfræktur frá byrjun júní til ágústloka og er auglýstur sérstaklega hvert vor. 

Umsóknum má skila á eftirfarandi hátt: (ATH! Ekki er tekið við umsóknum fyrr en að loknum apríl fundi tómstunda- og menningarnefndar þegar reglur vinnuskóla verða samþykktar).

Verkefni Vinnuskólans snúa mest að fegrun og hreinsun sveitarfélagsins. Þau verkefni eru sláttur og hriðing grænna svæða, hreinsun blómabeða, málun leiktækja og götuhreinsun.
Upplýsingaskjal um vinnuskólann 2016 - lesist vel!

Yfirumsjón með skólanum hefur Kjartan Páll Þórarinsson, æskulýðsfulltrúi.

  • Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga nr.  426/1999 26. grein, mega sveitafélög ráða ungmenni 13 ára og eldri til starfa yfir sumartíma.  Ungmennin mega einungis vinna létt verk og vinnutími er takmarkaður sbr. grein 27.  Verkefni þau sem ungmennin mega vinna og þau verkfæri sem hver aldurshópur má nota eru útlistuð í viðaukum reglugerðarinnar. Vinnuskólanum er skylt að kynna foreldrum ráðningarkjör, þar með talið lengd vinnutíma sem og tíðni óhappa og slysa sem hugsanlega tengjast starfinu. Fyllsta öryggis þarf að gæta í vinnuskólum og leiðbeinendur þurfa að fá undirbúning um öryggismál áður en þeir hefja störf (gr. 26)
  • Samkvæmt viðauka við þessa reglugerð sem er í samræmi við reglur Evrópusambandsins mega  ungmenni undir 18 ára aldri  ekki vinna með  til dæmis vélknúnar trjáklippur, kjarrsagir, sláttuvélar og  jarðtætara.
  • 15 ára og eldri mega vinna með garðsláttuvélar undir leiðsögn leiðbeinanda ásamt því að slá með vélorfi í görðum og aðstoða á gæsluvöllum og í skólagörðum svo eitthvað sé nefnt. 
  • 13 og 14 ára mega hreinsa illgresi, gróðursetja, hreinsa gróðurbeð, raka eftir slátt og sinna annarri sambærilegri léttri garðvinnu.  Þá mega þau vinna við blóm og grænmeti í gróðurhúsum, hreinsa, sópa og tína rusl, sinna málningarvinnu og fúavörn  með umhverfisvænum efnum.

Vinnuskólinn sinnir vinnuuppeldi.  Til þess að geta innt þetta verkefni sem best af hendi eru gerðar kröfur til hæfni flokkstjóra og þjálfun þeirra miðuð að því.

Á starfstíma vinnuskólans er stefnd að því að hver árgangur fái sérstaka fræðsludaga. Um er að ræða til dæmis  fræðslu um umhverfismál og endurvinnslu, fræðslu um atvinnumál, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, safnafræðslu og kynningu á listaverkum og merkum byggingum í sveitarfélaginu, sögu sveitarfélagsins, forvarnarmál og fleira.

 

Frekari upplýsingar 

 

 

Skipulag starfsemi:

  • Vinnuskólinn er rekinn af Norðurþingi og heyrir undir Tómstunda- og æskulýðssvið Norðurþings.  Dagleg stjórn Vinnuskólans er í höndum flokkstjóra.  Helstu verkefni Vinnuskólans varða snyrtingu og fegrun bæjarins og umhverfi hans.  Einnig munu unglingarnir vinna að skemmtilegum og uppbyggilegum hliðarverkefnum.  Unnið er alla virka daga vikunnar, 4 klukkustundir á dag.  Vinnudagurinn er frá 8:00 til 12:00.

 

Röðun í flokka:

  • Vinnuskólinn lítur svo á að unglingar þurfi að venjast því að vinna með hverjum sem er.  Þeim er því ekki raðað eftir vinahópum.  Ekki er víst að þeir sem eru settir í hóp í upphafi verði saman allt sumarið.   Margar ástæður geta orðið til þess að endurraða þurfi í hóp eða hópa.

 

Helstu kröfur til nemenda Vinnuskólans:

  • Gert er ráð fyrir að unglingur sem sækir um vinnu í Vinnuskóla Norðurþings sé með umsókn sinni að lýsa yfir áhuga sínum á því að taka þátt í starfi skólns og vinna samviskusamlega þau verk sem honum eru falin.  Unglingnum ber að sýna kurteisi í samskiptum við stjórnendur skólans, íbúa sveitarfélagsins og þá sem með honum vinna.  Klæðnaður þarf að vera í samræmi við veður og vinnuaðstæður hverju sinni.  Unglingar eru beðnir um að hafa með sér nesti til að neyta í kaffitímum.  Tóbaksnotkun er alfarið bönnuð í Vinnuskólanum.  Fari unglingur ekki  að tilmælum flokkstjóra eða sætti sig ekki við þær starfs- og vinnureglur sem gilda í Vinnuskólanum verður honum gefið tækifæri til að bæta sig.  Beri það ekki árangur er hann sendur heim launalaust í lengri eða skemmri tíma og verður forráðamönnum þá gert viðvart.

 

Ofnæmi eða aðrir kvillar:  

  • Vinnuskólinn reynir að mæta vandamálum vegna ofnæmis eða annarra sambærilegra kvilla.  Til að hægt sé að taka tillit til slíkra beiðna þarf að fylgja vottorð sérfræðings.

 

Myndatökur: 

  • Í sumar verður tekið upp myndefni af starfsemi Vinnuskólans til kynningar og skemmtunar.  Forráðamenn þeirra sem kjósa að birtast ekki á mynd skulu óska eftir því áður en Vinnuskólinn tekur til starfa.  Fullt tillit verður tekið til þeirra óska.

 

  • Einnig stendur til að vinna verkefni með FJÚK menningarmiðstöð við skapandi verkefni. Verkefni sumarsins verður að gera stuttmynd undir leiðsögn og með aðstoð listamanna. Verkefnin í kringum kvikmyndagerðina eru af ýmsum toga og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

 

Með því að senda inn umsókn staðfestir foreldri/forráðamaður að hafa kynnt sér reglur þessar.
 
Nánari upplýsingar veitir
Kjartan Páll Þórarinsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, sími 464 6100.