Vinnuskóli

Vinnuskóli Norðurþings 2018

 Helstu upplýsingar og reglur Vinnuskólans.
 
Í sumar verður Vinnuskóli Norðurþings starfandi fyrir ungmenni fædd árin 2003, 2004 og 2005, þ.e. þá sem í vor ljúka 7., 8. og 9. bekk.
 
Vinnuskólinn er að þessu sinni ekki í boði fyrir ungmenni sem eru að ljúka 10. bekk en þeim býðst að sækja félagsmiðstöð sem verður starfrækt í allt sumar.
Vinnuskólinn er opin ungmennum sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldra/foreldri sem er með lögheimili í sveitarfélaginu.
- Árgangur 2003 mætir á efri hæð íþróttahallarinnar kl. 08:00 mánudaginn 11. júní.
- Árgangur 2004 mætir á efri hæð íþróttahallarinnar kl. 08:00 mánudaginn 11. júní.
- Árgangur 2005 mætir á efri hæð íþróttahallarinnar kl. 08:00 mánudaginn 2. júlí.
 
Laun eru sem hér segir:
Unglingar fæddir 2003: 691,- kr.. Unnið í 5 vikur - Tímabil 11. júní – 13. júlí.
Unglingar fæddir 2004: 557,- kr.. Unnið í 4 vikur - Tímabil 11. júní – 6. júlí.
Unglingar fæddir 2005: 490,- kr.. Unnið í 3 vikur - Tímabil 2. júlí – 20. júlí.
 
Skipulag starfsemi:
Vinnuskólinn er rekinn af Norðurþingi og heyrir undir Fjölskylduráð Norðurþings.
Dagleg stjórn Vinnuskólans er í höndum flokkstjóra. Helstu verkefni Vinnuskólans varða snyrtingu og fegrun bæjarins og umhverfi hans. Einnig munu unglingarnir vinna að skemmtilegum og uppbyggilegum hliðarverkefnum.
 
Unnið er alla virka daga vikunnar, 4 klukkustundir á dag. Vinnudagurinn er frá 8:00 til 12:00.
 
Röðun í flokka: Vinnuskólinn lítur svo á að unglingar þurfi að venjast því að vinna með hverjum sem er. Þeim er því ekki raðað eftir vinahópum. Ekki er víst að þeir sem eru settir í hóp í upphafi verði saman allt sumarið. Margar ástæður geta orðið til þess að endurraða þurfi í hóp eða hópa.
 
Helstu kröfur til nemenda Vinnuskólans: Gert er ráð fyrir að unglingur sem sækir um vinnu í Vinnuskóla Norðurþings sé með umsókn sinni að lýsa yfir áhuga sínum á því að taka þátt í starfi skólans og vinna samviskusamlega þau verk sem honum eru falin. Unglingnum ber að sýna kurteisi í samskiptum við stjórnendur skólans, íbúa sveitarfélagsins og þá sem með honum vinna. Klæðnaður þarf að vera í samræmi við veður og vinnuaðstæður hverju sinni.
 
Unglingar eru beðnir um að hafa með sér nesti til að neyta í kaffitímum. Tóbaksnotkun er alfarið bönnuð í Vinnuskólanum. Fari unglingur ekki að tilmælum flokkstjóra eða sætti sig ekki við þær starfs- og vinnureglur sem gilda í Vinnuskólanum verður honum gefið tækifæri til að bæta sig. Beri það ekki árangur er hann sendur heim launalaust í lengri eða skemmri tíma og verður forráðamönnum þá gert viðvart.
 
Ofnæmi eða aðrir kvillar: Vinnuskólinn reynir að mæta vandamálum vegna ofnæmis eða annarra sambærilegra kvilla. Til að hægt sé að taka tillit til slíkra beiðna þarf að fylgja vottorð sérfræðings. 
 
Með því að senda inn umsókn staðfestir foreldri/forráðamaður að hafa kynnt sér reglur þessar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Norðurþings. Rafrænt umsóknareyðublað má nálgast á vefsíðu Norðurþings.
 
Nánari upplýsingar veita Kristinn Lúðvíksson yfirflokkstjóri, tun@nordurthing.is sími: 661-1215.
Kjartan Páll Þórarinsson tómstundafulltrúi Norðurþings kjartan@nordurthing.is 464-6100.
 
Sjávarútvegsskóli HA Háskólinn á Akureyri hefur umsjón með sjávarútvegsskólanum sem verður í boði í annað skipti í sveitarfélaginu.
Skólinn er fyrir árgang 2004 í vinnuskólanum. Því miður er þátttaka háð ákveðnum fjölda og því einungis hægt að bjóða hluta vinnuskólans uppá að sitja skólann. Skólinn fer fram vikuna 25. – 29. júní. Kennt verður í 3,5 klst. á dag frá mánudegi til  fimmtudags. Á föstudögum er svo farið í fyrirtækjaheimsóknir á svæðinu og/eða í nærliggjandi byggðir og verða skólaslit sama dag, samtals 7 klst.. Skólinn er því samtals í 21 klst. á viku, þar af 14 klst í kennslu. Kennslan er hinsvegar brotin mikið upp með myndböndum, gestum, fiskiquizi og gæðamati á fiski.
Nánari upplýsingar og stundaskrá hvers kennslustað verða birtar á heimasíðu Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar www.sjavar.is