Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 229

Málsnúmer 1710004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 74. fundur - 31.10.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 229. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Ósk um viðræður vegna mögulegs fjölbýlishús við Útgarð og afslátt af gatnagerðargjöldum": Hjálmar, Óli og Soffía.

Soffía Helgadóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason leggja fram eftirfarandi bókun:
"Á Húsavík gerir deiliskipulag m.a. í Grundargarði og við Ásgarðsveg ráð fyrir fjölbýlishúsum sem henta vel fyrir einkaaðila sem vilja byggja íbúðir á almennum markaði. Því er engin ástæða til að láta lóðir við Útgarð sem eru skipulagðar í tengslum við Dvalarheimili aldraðra, Hvamm, til einkareksturs.
Ef vilji er fyrir því að selja Leigufélag Hvamms við Útgarð eða hluta eignarinnar, og eftirláta lóðir til einkaaðila. Þá er einboðið að leggja það í hendur kjósenda í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor og leyfa þeim að eiga síðasta orðið hvort þetta svæði verði áfram í uppbyggingu opinberra aðila eða hvort einkaaðilar taki við uppbyggingu og rekstri á þessu svæði."

Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
"Eftir að ósk barst um viðræður við Leigufélag Hvamms ehf. um mögulega uppbyggingu fjölbýlishúss fyrir eldri borgara við Útgarð auglýsti félagið eftir hugmyndum eða áformum á þessum reit. Sé það vilji kjörinna fulltrúa, Hjálmars Boga og Soffíu, að Norðurþing skuli byggja og reka nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi á fyrrnefndum reit þarf að fjármagna slíkt með lántöku því ekki verður það gerlegt úr rekstri. Þeirri lántöku þyrfti væntanlega að finna stað í fjárhagsáætlun 2018. Reikna þarf með því að lántaka til húsbyggingar af þessari stærð myndi hafa áhrif á skuldahlutfall sveitarfélagsins til næstu ára."

Hjálmar Bogi Hafliðason og Soffía Helgadóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
Ósk um viðræður um byggingu/kaup á Útgarði barst sveitarfélaginu 2. okt. síðastliðinn. Framkvæmdanefnd tók málið fyrir á fundi sínum 25. okt. síðastliðinn. Í fjárhagsáætlun 2018 er ekki getið til um einstök verkefni, hvorki malbikun né rennibraut. Fulltrúar Framsóknarflokks hafa allt kjörtímabilið haldið á lofti þeirri umræðu að byggja fyrir eldri borgara á umræddu svæði í félagi sem er ekki hagnaðardrifið heldur samfélagsverkefni. Það er óábyrgt að ætlast til að fullunnin kostnaðaráætlun, hönnun og rekstur á íbúðum sé unnin á einum mánuði.


Fundargerðin er lögð fram til kynningar.