Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð - 54

Málsnúmer 2001001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 98. fundur - 21.01.2020

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 54. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 10 "Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar": Silja.

Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórnar fagnar því að framkvæmdum við nýja slökkvistöð sé nú lokið og að slökkvistöðin verði á næstu vikum formlega tekin í notkun.
Aðstaða slökkviliðsins og möguleikar þess til að sinna lögbundnum verkefnum sínum hefur verið stórbætt með tilkomu nýs húsnæðis. Það er jafnframt afar ánægjulegt þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu gengur jafn vel og raun ber vitni. Heildarbyggingarkostnaður við slökkvistöðina er 308.628.998 kr. sem skiptist í annars vegar kostnað við lóð og hönnun, 64.554.988 kr. og kostnað vegna tilboðs byggingarverktaka, 247.374.010. Kostnaður verktaka við verkið er á áætlun samkvæmt útboðsgögnum og tilboði frá þeim.
Sveitastjórn vill þakka árangursríkt samstarf við samstarfsaðila sem komu að framkvæmdinni. Sérstakar þakkir fær aðalverktaki framkvæmdarinnar fyrir vel unnin störf.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.