Fara í efni

Ragnar Stefánsson, um viðbúnað til að draga úr tjóni af völdum hugsanlegs stórs jarðskjálfta á Íslandi

Málsnúmer 201206002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 47. fundur - 07.06.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ragnari Stefánssyni, Prófessor emerítus við Háskólann á Akureyri, um viðbúnað til að draga úr tjóni af völdum hugsanlegs stórs jarðskjálfta á Íslandi. Samrit af erindinu er einnig sent til Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands, Viðlagatryggingar Íslands, Innanríkisráðherra, Umhverfisráðherra, Menntamálaráðherra og Velferðarráðherra. Fram kemur í erindinu að nauðsynlegt sé að hafa samfelda vöktun til að vara við stórum skjálftum. Bréfritari fjallar um hættu á skjálfta við Húsavíkur-Flateyjarmisgengið og leggur til að þegar í stað verði sett á stofn nefnd sérfróðra manna, á sviði jarðvísinda, samfélagsvísinda, byggingaverkfræði og almannavarna til að leggja sameiginlega á ráðin um aðgerðir til að draga úr hættu vegna hugsanlegs jarðskjálfta við Húsavíkur-Flateyjar misgegnið. Einnig leggur bréfritari áherslu á að hafist verði handa um uppbyggingu vöktunarkerfis, eins og líst er í bréfinu, til að vara við væntanlegum stórskjálftum, hvar sem er á landinu. Fyrsta skerfið í þessu gæti einmitt verið uppbygging vöktunar við Húsavíkur - Flateyjarsprunguna. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og hvetur ríkisvaldið til að gera viðeigandi ráðstafanir.