Fara í efni

Árni Gunnarsson f.h. Þeistareykja ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar á Þeistareykjavegi nyrðri

Málsnúmer 201207044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 95. fundur - 15.08.2012

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna breikkunar á þeim hluta Þeistareykjavegar frá Höfuðreiðarmúla til Þeistareykja sem liggur innan Norðurþings ásamt lagningu tilheyrandi lagna í vegöxl. Endanleg breidd vegar verður um 7 m. Ennfremur er óskað eftir leyfi til efnistöku allt að 80.000 m³ úr opinni efnisnámu E36 (RHN5) sunnan Höskuldsvatns. Vegstæði og fyrirhuguð línulögn eru í samræmi við aðalskipulag Norðurþings 2010-2030. Efnistökusvæði E36 er skilgreint í aðalskipulagi Norðurþings og áætluð efnistaka vel innan þeirra marka sem aðalskipulag heimilar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að leyfi til umbeðinna framkvæmda verði samþykkt.