Fara í efni

Skipulagsstofnun, ósk um umsögn vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil á Bakka við Húsavík

Málsnúmer 201208010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 95. fundur - 15.08.2012

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um matsáætlun fyrir fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju Thorsil ehf við Bakka á Húsavík með ársframleiðslu allt að 100.000 tonn. Fyrir liggur tillaga Mannvits að matsáætlun dags. júlí 2012. Norðurþing hefur átt í viðræðum við Thorsil um úthlutun 22 ha lóðar úr iðnaðarlandi á Bakka undir starfsemina. Iðnaðarsvæðið á Bakka er skilgreint í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og telur nefndin fyrirhugaða starfsemi í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Gert er ráð fyrir allt að 40 m háum mannvirkjun innan lóðarinnar. Hráefni til verksmiðju verður flutt með bílum frá höfn á Húsavík inn á iðnaðarlóðina. Framleiðslan er síðan flutt til baka í stórsekkjum og gámum til útflutnings. Geymsla hráefna yrði bæði á iðnaðarlóð og á geymslusvæði við höfnina. Helstu útblástursefni frá framleiðsluferlinu eru kísilryk og koldíoxíð auk þess sem nokkuð brennisteinsoxíð myndast vegna brennisteinsinnihalds í kelefnisgjöfum. Allur útblástur er leiddur í gegnum reykhreinsibúnað með pokasíum. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings gerir ekki athugasemd við framlagða matsáætlun vegna fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju Thorsil ehf á iðnaðarsvæði á Bakka. Varaformanni falið að kanna möguleika á því að endurvekja verkefnið "Sjálfbært samfélag" sem hýst er hjá Þekkinganeti Þingeyinga varðandi vöktun og mælingar vegna stóriðjuframkvæmda á Bakka. Katý vék af fundi við umfjöllun þessa erindis.