Fara í efni

Almar Eggertsson f.h. Rifóss hf. sækir um byggingarleyfi fyrir 5 seiðaeldisker á lóð fyrirtækisins

Málsnúmer 201208023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 95. fundur - 15.08.2012

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 5 staðsteyptum fiskeldiskerjum sunnan sundlaugar í landi Lóns í Kelduhverfi. Hvert ker um sig er 12 m í þvermál og um 360 m3 að rúmtaki. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar af kerjunum og afstöðumyndir. Nefndin leggur á það áheyrslu að unnið verði deiliskipulag af svæðinu áður en til frekari uppbyggingar kemur á svæðinu. Hún mun þó samþykkja umsótta uppbyggingu, enda skili umsækjandi inn til byggingarfulltrúa afriti lóðarleigusamnings sem staðfesti lóðarréttindi sem og skriflegu samþykki eigenda Lóns fyrir framkvæmdinni.