Fara í efni

Einar Víðir Einarsson f.h. hönd húseigenda að Fákatröð 3, ósk um frágang við hesthús

Málsnúmer 201305006

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.05.2013

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Einari Víði Einarssyni, f.h. húseigenda að Fákatröð 3. Bréfritari óskar eftir svari nefndarinnar vegna frágangs svæðisins við nýju hesthúsin. Eins og kunnugt er er gatnagerð ófrágengin. Eigendur hússins fyrirhuga að klára sem fyrst frágang í kringum húsið, ganga frá allri lóðinni þ.m.t. setja upp viðrunargerði til frambúðar, bílastæði og allar aðara aðkomu að húsinu og því er brýnt að fá skýr svör um hvenær sveitarfélagið hyggst klára gatnagerð og koma hita- og vatnslögnum í viðundandi horf.Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samvinnu við Orkuveitu Húsavíkur ohf. að fara yfir verkefnin og koma með tímaáætlun um framkvæmdirnar og leggja fyrir næsta fund.