Fara í efni

Skotfélag Húsavíkur sækir um breytingu á riffilbraut á athafnasvæði sínu

Málsnúmer 201604109

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016

Óskað er eftir heimild til breytinga á riffilbraut félagsins við Fjallshóla í þeim tilgangi að auka öryggi þeirra sem fara um nærsvæði skotsvæðisins. Framkvæmdin fælist í að jafna brautina, lækka hana í fjær enda og ryðja þar upp skeifulaga varnarmön. Sáð verði grasfræi í þau sár sem framkvæmdin mun valda á gróðurhulu. Meðfylgjandi umsókn er teikning sem skýrir fyrirhugaðar framkvæmdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á fyrirhugaða framkvæmd.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 2. fundur - 10.05.2016

Skotfélag Húsavíkur sækir um styrk að upphæð 3. milljónir króna til breytinga á riffilbraut á félagssvæði sínu. Breytingarnar á brautinni eru nauðsynlegar til að uppfylla öryggiskröfur á svæðinu og til að félagð fái að halda brautinni opinni.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að lausn sé fundin á málinu en vísar fjármögnunarbeiðni Skotfélagsins til byggðarráðs enda ekki fjárhagslegt svigrúm innan æskulýðs- og menningarsviðs.

Byggðarráð Norðurþings - 176. fundur - 12.05.2016

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Skotfélagi Húsavíkur um kostnaðarþátttöku upp á allt að 3.000.000,- sem félagið telur að muni duga til að leysa öryggismála á skotsvæði sem upp komu vegna framkvæmda við svæðið.
Fyrir liggur að breytt landnotkun á svæðinu hefur dregið úr möguleikum á starfsemi félagsins að óbreyttu. Byggðarráð samþykkir að leggja allt að 3 milljónum til að aðstoða félagið til að gera viðunandi úrbætur á svæðinu.

Jónas vék af fundi undir þessum lið