Fara í efni

Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbyggingarþörf

Málsnúmer 201605051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 176. fundur - 12.05.2016

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er samkomulag við Stjórnstöð ferðamála um að sambandið vinni að því, í samvinnu við umhverfi- og auðlindaráðuneytið, að tryggja yfirsýn um ástand og uppbyggingarþörf á ferðamannastöðum um land allt. Jafnframt var óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið sem taki að sér að safna saman upplýsingum fyrir áætlunargerð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samráð við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um tengilið.