Fara í efni

Varðandi frumvarp til fjárlaga 2017

Málsnúmer 201612063

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 10. fundur - 18.01.2017

Þann 12 desember 2016 sendi Hafnasamband Íslands bréf og minnisblað á aðildarhafnir sínar er og lagt var fram á seinasta stjórnarfundi hafnasambandsins. Þar kemur fram að í frumvarpi til fjárlaga 2017 er verulega dregið úr fjármagni til hafnabótasjóðs.

Stjórn hafnasambandsins vill hvetja aðildarhafnir til að láta í sér heyra hvað þetta varðar.

Hafnanefnd Norðurþings tekur undir áhyggjur Hafnasambands Íslands vegna fjárskorts til uppbyggingar hafna á Íslandi. Niðurskurður til viðhalds hafna er óásættanlegur með öllu. Það er fyrirsjánleg uppbygging hjá Hafnasjóði Norðurþings bæði vegna nýframkvæmda og viðhalds.

Nefndin býður nýjan samgönguráðherra og umhverfisnefnd Alþingis velkomnin í heimsókn í Norðurþing og sjá uppbygginguna á svæðinu og kynna sér framtíðaráform Hafnasjóðs. Ársfundur Hafnasambands Íslands verður haldinn á Húsavík að haustlagi 2017 og því tilvalið að koma í heimsókn.