Fara í efni

Olíuverslun Íslands óskar eftir stöðuleyfi fyrir sjálfsafgreiðslutank á hafnarsvæðinu á Raufarhöfn.

Málsnúmer 201701008

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 10. fundur - 18.01.2017

Olíuverslun Íslands óskar eftir því að fá að setja upp sjálfsafgreiðslutank fyrir litaða olíu á hafnarsvæðinu á Raufarhöfn. Staðsetning er valin samkvæmt óskum hafnarinar. Um er að ræða stað við svokallaða SR- bryggju.
Hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu á fyrirhugaðri olíuafgreiðslu við Raufarhafnarhöfn.
Við uppsetningu á slíkri afreiðslu skal rekstraraðili huga að lekavörnum og að búnaður líti vel út og sé í góðu viðhaldi.