Fara í efni

Boð frá Fredrikstad, vinabæ Norðurþings um þátttöku í hátíðahöldum 17. og 18. maí n.k.

Málsnúmer 201701034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 201. fundur - 13.01.2017

Fyrir byggðarráði liggur boð frá vinabæ Húsavíkur, Fredrikstad í Noregi þar sem boðið er til hátíðar á þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí nk. í tilefni 450 ára afmælis Fredrikstad. Einnig er boðað til málþings þann 18. maí þar sem aðalumræðuefnið verður staða og tækifæri í vinabæjarsamvinnu. Öðrum vinabæjum Fredrikstad í Evrópu hefur einnig verið boðið til þessarar hátíðar og málþings.
Byggðarráð samþykkir að leita leiða til að þiggja þetta góða boð.