Fara í efni

Eftirfylgni með fjárhagsáætlun Norðurþings 2017

Málsnúmer 201701045

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 201. fundur - 13.01.2017

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla fráfarandi fjármálastjóra Norðurþings um forsendur, áherslur og ýmsa þætti er varðar fjárhagsáætlun 2017.
Til fundarins mætti Gunnlaugur Aðalbjarnarson, fyrrverandi fjármálastjóri Norðurþings sem fór yfir skýrsluna.
Byggðarráð þakkar fyrir góða og ítarlega kynningu. Einnig er Gunnlaugi þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins.
Gestur fundarins: Gunnlaugur Aðalbjarnarson, fyrrverandi fjármálastjóri Norðurþings