Fara í efni

Umsókn Olíudreifingar ehf. um olíubirgðastöð á Húsavík (Norðurþingi)

Málsnúmer 201704015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 16. fundur - 09.05.2017

Umhverfisstofnun óskar umsagnar Norðurþings um starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar að Höfða 10 á Húsavík
Í gildi er deiliskipulag af svæðinu þar sem verið hefur olíubirgðastöð um áratugaskeið. Lóð Olíudreifingar var skert með deiliskipulagsbreytingu sem gerð var vegna jarðgangagerðar í Húsavíkurhöfða. Unnið er að breytingu deiliskipulags þar sem horft er til þess að auka að nýju athafnarými Olíudreifingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um rekstur olíubirgðastöðvar á athafnasvæði Olíudreifingar.