Fara í efni

Styrkveitingar OH 2018

Málsnúmer 201801016

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 172. fundur - 09.01.2018

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík hefur lagt fram styrkbeiðni til kaupa á dróna með hitamyndavél og til stendur að nota við leit og björgun. Ekki var farið fram á ákveðna upphæð í þessu samhengi, en innkaupsverð drónans sem um ræðir er 2,7 milljónir króna.

Fjöldi styrkbeiðna sem kemur inn á borð til Orkuveitu Húsavíkur er töluverður og koma þessar beiðnir frá félagasamtökum allstaðar að af landinu. Nauðsynlegt er að leggja skírar línur varðandi stefnu OH í þessum málum og þá helst m.t.t. eftirfarandi:
- Styrkir út fyrir nærsamfélagið.
- Auglýsingar í fjölmiðlum (t.d. umfjöllun um orkumál, jólakveðjur og styrktarlínur).
- Auglýsingar til íþróttafélaga sem þegar njóta styrkja í öðru formi.
- Styrkir til nærsamfélags.
- Takmörk einstakra styrkupphæða og heildarupphæð.
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að vinna að gerð vinnureglna um styrkveitingar í samráði við sveitarstjóra Norðurþings.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur tekur vel í styrkveitingu til björngunarsveitarinnar Garðars, en ákvörðun um styrkupphæð verður ákveðin þegar ofangreindri vinnu er lokið.