Fara í efni

Skýrsla um móttöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 201802111

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 22. fundur - 07.03.2018

Til kynningar.
Viðtalsrannsókn um móttöku skemmtiferðaskipa - niðurstöðuskýrsla
Lagt fram til kynningar.
Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann skýrslu um móttöku skemmtiferðaskipa á Norðurlandi.

Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að boða til sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum og hafnanefnd. Það er mikilvægt að nýta þann vöxt sem er í komum skemmtiferðaskipa bæði til Húsavíkur og Raufarhafnar. Hagsmunaaðilar og hafnaryfirvöld þurfa að taka höndnum saman um að setja fram markmið, stefnu og regluverk um heimsóknir skemmtiferðaskipa og þjónustu við farþega þeirra í landi. Skýra þarf hverjir koma að málinu og hver gegnir hvaða hlutverki varðandi komur skemmtiferðaskipa.