Fara í efni

Innra eftirlit hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201809087

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 265. fundur - 25.09.2018

Innra eftirlit er mikilvægur þáttur í starfsemi sveitarfélaga og er til þess fallið að að veita vissu um að sveitarfélagið nái árangri og skilvirkni í starfsemi í samræmi við markmið sveitarfélagins, að það veiti áreiðanlegar og réttmætar fjárhagsupplýsingar til ytri aðila og að það hlíti lögum og reglum sem gilda um starfsemina. Í 72. gr. sveitarstjórnarlaga segir; 'endurskoðandi sveitarfélags skal skila skriflegri skýrslu til sveitarstjórnar um mikilvæg atriði sem fram hafa komið við endurskoðun ársreiknings og könnun skv. 3. mgr. Í skýrslunni skal sérstaklega, ef við á, geta um veikleika í innra eftirliti í vinnuferli við gerð reikningsskila'. Undanfarin ár hafa borist ábendingar frá endurskoðendum Norðurþings varðandi innra eftirlit og hafa þær snúið að aðgangsheimildum og skörun starfa tengdum bókhaldskerfi Norðurþings.
Á fjármála- og bókhaldssviði Norðurþings eru starfsmenn fáir og því óhjákvæmilegt að störf, sem æskilegt er að skarist ekki, geri það. Hlutverk kerfisstjóra hefur undanfarin ár verið í höndum aðalbókara vegna fámennis á fjármála- og bókhaldssviði hjá Norðurþingi, en í 5. gr. reglugerðar um rafrænt bókhald nr. 205 frá 2013 kemur fram að starfsmönnum þ.m.t. kerfisstjóra er óheimilt að annast hvers konar verkefni er snerta færslur gagna inn í kerfið.
Af þeim sökum er æskilegt að fyrir liggi skýrar verklagsreglur varðandi þessi störf sem tryggi gagnaöryggi í vinnslum sveitarfélagsins. Tilgangur fyrirliggjandi verklagsreglu er að tryggja innra eftirlit og öryggi gagna m.t. til skörunar starfa aðalbókara og kerfisstjóra og er í samræmi við ábendingar endurskoðenda Norðurþings undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir framlagða verklagsreglu.