Fara í efni

Húsnæði fyrir tónlistarfólk.

Málsnúmer 201811061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018

Viktor Freyr Aðalsteinsson óskar eftir bættri aðstöðu fyrir tónlistarfólk.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að skapa ungu fólki aðstöðu til listsköpunar af hverju tagi og æfinga er varðar tónlistariðkun. Líkt og bréfritari kemur inn á í bréfi sínu þá tryggir sveitarfélagið einstaklingum aðstöðu til æfinga í völdum iþróttagreinum í samstarfi við Völsung.

Ráðið leggur til að Tún, nyrðri hluti, verði gerður aðgengilegur fyrir ungt fólk til listsköpunar og æfinga. Fundin verði leið til að tryggja aðgengi ungmenna að aðstöðunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til fjölskylduráðs til umfjöllunar og útfærslu.

Fjölskylduráð - 15. fundur - 03.12.2018

Á 16. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að skapa ungu fólki aðstöðu til listsköpunar af hverju tagi og æfinga er varðar tónlistariðkun. Líkt og bréfritari kemur inn á í bréfi sínu þá tryggir sveitarfélagið einstaklingum aðstöðu til æfinga í völdum iþróttagreinum í samstarfi við Völsung.

Ráðið leggur til að Tún, nyrðri hluti, verði gerður aðgengilegur fyrir ungt fólk til listsköpunar og æfinga. Fundin verði leið til að tryggja aðgengi ungmenna að aðstöðunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til fjölskylduráðs til umfjöllunar og útfærslu.
Fjölskylduráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að skapa ungu fólki aðstöðu til listsköpunar af hverju tagi og æfinga er varðar tónlistariðkun.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að kanna þá húsnæðiskosti sem ræddir voru á fundinum; Tún, Verbúðir og Tónlistarskóla, ásamt því að ræða við bréfritara um mögulega nýtingu á aðstöðu og kynna fyrir ráðinu á nýju ári.